Innlent

Þæfingur og krapi víða um land

Talsverð ofankoma var víða um norðanvert landið og Vestfirði í nótt, þannig að hálka og jafnvel þæfingur er víða á fjallvegum, en krapi og blota-snjór í byggð. Þannig er það til dæmis á Akureyri eftir talsverða snjókomu í nótt. Hinsvegar er komið sumar í höfuðstöðvum Veagerðarinnar þannig að engin hefur verið á vakt í morgun til að miðla færðarfréttum. Ekki er vitað til þess að vegfarendur hafi lent í hrakningum eða óhöppum vegna veðursins í nótt. Bræla er líka á flestum miðum umhverfis landið og aðeins 130 skip á sjó, sem er óvenju lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×