Innlent

Forsetinn segir fátækt vaxandi vanda á Íslandi

Fátækt er vaxandi vandamál í íslensku samfélagi segir forseti Íslands. Hann telur nýja skýrslu Rauða Krossins sýna svo ekki verði um villst að þeim hópum sem búi við sár kjör hér á landi hafi fjölgað á undanförnum árum

Rauði Kross Íslands kynnti í morgun nýja könnun á fátækt í íslensku samfélagi. Könnunin er byggð á 57 viðtölum við álitsgjafa víðs vegar af landinu, sem starfa í nánum tengslum við bágstadda hópa. Samkvæmt könnuninni standa sjö hópar verst að vígi í íslensku samfélagi: Öryrkjar, einstæðar mæður, innflytjendur, aldraðir, einstæðir karlar, geðfatlaðir og börn sem búa við erfiðar aðstæður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×