Innlent

Krefst 20 milljóna í miskabætur vegna umfjöllunar DV

MYND/Vísir
Málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings gegn Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV. Málið var höfðað því Gunnari fannst að sér vegið í umfjöllun DV um störf sín og krefst hann miskabóta upp á 20 milljónir króna, auk þess að ákveðin ummæli verði dæmd dauð og ómerk. Jónas og Mikael krefjast sýknu. Dóms er að vænta innan fjögurra vikna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×