Innlent

Búið að opna Hvalfjarðargöng að nýju

Búið að opna Hvalfjarðargöngin aftur en þeim var lokað um klukkan hálf tíu í morgun eftir að bifreið var ekið utan í gangnavegginn.

Mildi þykir að ekki fór verr en ökumaður og farþegi sluppu með minniháttar meiðsl, bíllinn er þó gerónýtur.

Fólkið var á leið í norður eftir Hvalfjarðargöngum, og svo virðist sem ökumaðurinn, karlmaður um sextugt, -hafi misst stjórn á bílnum þegar hann var kominn nokkur hundruð metra inn í göngin, --ekið utan í gangavegginn og bíllinn síðan hringsnúist á veginum.

Vegsummerki benda ekki til þess að bíllinn hafi oltið að sögn lögreglu og slökkviliðsmanna sem voru á svæðinu í morgun. Bæði ökumaðurinn og farþeginn , -sem var eldri kona, slösuðust nokkuð, -enda áreksturinn harður. Það vildi til happs að Kjósar-deild slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu, -var á æfingu skammt frá slysstaðnum í morgun, -og sjúkrabíll var á leið á æfinguna og gat því brugðist venjufremur skjótt við þega tilkynnt var um slysið í Hvalfjarðargöngunum

Allt er enn á huldu um nánari tildrög slyssins. Reykjavíkurlögreglan fer með rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×