Innlent

Vilja að Látrabjarg og Rauðasandur verði skilgreind sem þjóðgarður

Ferðamálasamtök Vestfjarða vilja að Látrabjarg og Rauðasandur verði skilgreind sem þjóðgarður á næstu tveimur árum.

Verið er að kynna hugmyndirnar fyrir landeigendum á svæðinu og forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða segir mikilvægt að sátt náist í málinu.

Helstu ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum hafa að undanförnu tekið þátt í námskeiðinu Hagvöxtur á heimaslóð á vegum Útflutningsráðs. Þar hafa möguleikar í ferðaþjónustu á Vestfjörðum verið kannaðir skipulega. Ein af helstu niðurstöðum hópsins er sú að mikilvægt sé að skilgreina Látrabjarg og svæðið austur eftir Rauðasandi sem þjóðgarð.

Í þingsályktunartillögu að náttúruverndaráætlun fyrir árin 2004-2008 frá því í fyrravor er fjallað um slíkan þjóðgarð ásamt þrettán örðum annars staðar á landinu. Fer ferðaþjónustufólk á Vestfjörðum fram á það að yfirvöld í umhverfismálum vinni áfram í málinu með það fyrir augum að stofna þjóðarð á Látrabjargi og Rauðasandi á næstu tveimur árum.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×