Innlent

Handtekinn eftir vopnað rán

Karlmaður var handtekinn í dag eftir vopnað rán í sjoppu á Lækjartorgi. Maðurinn ógnaði starfstúlku með hamri.

Ránið var framið á þriðja tímanum í dag. Einn starfmaður var í sjoppunni þegar ránið ásamt nokkrum viðskiptavinum. Starfstúlkan var að klára að afgreiða manninn þegar hann dró upp hamar og heimtaði að fá afhenta alla þá peninga sem voru í afgreiðslukassanum. Stúlkan gerði það og hljóp hann þá á brott.

Vitni hringdi strax í lögregluna og var þegar send út lýsing á manninum. Maðurinn náði aðeins nokkrum þúsund krónu seðlum. Nýlega hófst nætursala í sjoppunni og öryggiskerfið var þá elft til muna. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin og hafði lögreglan handtekið hann um fjögur leytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×