Maður sem stöðvaður var við reglubundið eftirlit lögreglu í Reykjavík í nótt reyndist vera bæði ölvaður og ökuréttindalaus vegna fyrri ölvunaraksturs. Það var þó ekki það versta, því bíllinn var líka ótryggður og sjálfur var hann eftirlýstur af lögreglu um allt land vegna fjölda afbrota, sem búið var að dæma hann fyrir, en honum hafði tekist að fara huldu höfði þar til í nótt. Hann var fluttur beint í fangelsi þar sem hans bíður nokkurra mánaða afplánun.
Ölvaður, ökuréttindalaus og eftirlýstur

Mest lesið






Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju
Viðskipti innlent


Hættir sem ritstjóri Kveiks
Innlent


Tíunda skotið klikkaði
Erlent