Innlent

Hátt á þriðja hundrað björgunarmanna leita piltsins

Í stjórnstöð Landsbjargar. Úr myndasafni.
Í stjórnstöð Landsbjargar. Úr myndasafni. Mynd/Pjetur

Á þriðja hundrað björgunarmanna og nokkrir sporhundar taka nú þátt í leitinni að Pétri Þorvarðarsyni 17 ára pilti, sem saknað er frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan í fyrrinótt.

Leit hófst síðdegis i gær og hefur stöðugt fjölgað í björgunarliðinu en frost var á svæðinu í fyrrinótt og er Pétur létt klæddur. Þyrla frá dönsku varðskipi, sem er statt í Reykjavík, flaug í gærkvöldi austur með tvo leitarhunda, en gat ekki leitað úr lofti vegna lélegs skyggnis. Hún bíður enn átekta á Akureyrarflugvelli en báðar Gæsluþyrurnar eru úr leik vegna bilana eða breytinga. Fokker gæslunnar flaug með 20 björgunarmenn úr Reykjavík eldsnemma í morgun og hefur leiltarsvæðið verið stækkað til muna frá því í nótt. Björgunarmenn af öllum Austfjörðum og vestur um til Akureyrar taka nú þátt í leiltinni. Engar vísbendignar hafa þó fundist um ferðir Péturs og snjór féll á leitarsvæðinu í nótt. Þar er hiti nú aftur kominn upp fyirr frostmark, en skyggni er slæmt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×