Eftirlýstir af lögreglunni í Kópavogi 15. maí 2006 21:03 Þrír menn eru eftirlýstir af lögreglu vegna alvarlegrar líkamsárásar á laugardagskvöld. Mennirnir rændu fórnarlambinu af heimili þess og liggur það nú þungt haldið á spítala. Mennirnir þrír eru þekktir í undirheimum Garðabæjar og hafa allir komið marg oft við sögu lögreglu. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að í það minnsta einn þeirra sé viðriðinn sveðjuárás í Garðabæ í fyrra og að hinir tveir séu á skilorði. Mennirnir eru grunaðir um að hafa rænt manni á laugardagskvöld, farið með hann upp í Heiðmörk og barið hann til óbóta, svo mjög að æð í maga hans fór í sundur og á bringu hans má sjá skóför eftir aðfarirnar. Heimildarmenn fréttastofu segja forsögu málsins vera þá að fyrir rúmu ári síðan hafi forsprakki mannanna keyrt undir áhrifum eiturlyfja á bíla og af ótta við að vera tekinn af lögreglu hringt í félaga sinn og beðið hann að taka á sig sök. Félaginn varð við bóninni en lýsing vitna á atburðinum leiddi til þess að lögregla komst á snoðir um að hann var að segja ósatt. Í framhaldinu sagði hann lögreglu frá málavöxtu og krefst forsprakkinn þess nú að hann greiði sér fyrir tjónið sem hann sjálfur olli. Á laugardagskvöldið leituðu mennirnir þrír að þessum félaga og ætluðu að innheimta meinta skuld. Þegar þeir síðan fundu hann ekki fóru þeir heim til fórnarlambsins, sem þeir töldu að gætu hjálpað sér við leitina, og báðu hann að koma út og tala við sig. Fórnarlambið varð við þeirri bón en þegar út var komið þá hentu þeir honum inn í bíl og keyrðu með hann upp í út í Víðisstaðarhraun og tóku til við að berja hann. Þegar þeir urðu varir við vegfaranda sem þarna átti leið um þá hentu þeir fórnarlambinu í skottið á bíl sínum og keyrðu með hann upp í Heiðmörk, þar sem barsmíðarnar héldu áfram. Þeir skildu manninn síðan eftir í blóði sínu þar sem hestamaður reið fram á hann og kom honum til aðstoðar. Fórnarlambið liggur illa haldið á spítala og eru einu tengls þess við árásarmennina þau hann var í sama grunnskóla og þeir. Það hefur nú gefið skýrslu til lögreglu sem segir málið litið alvarlegum augum og hefur sent út eftirlýsingu á þeim til allra umdæma lögreglunnar. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Þrír menn eru eftirlýstir af lögreglu vegna alvarlegrar líkamsárásar á laugardagskvöld. Mennirnir rændu fórnarlambinu af heimili þess og liggur það nú þungt haldið á spítala. Mennirnir þrír eru þekktir í undirheimum Garðabæjar og hafa allir komið marg oft við sögu lögreglu. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að í það minnsta einn þeirra sé viðriðinn sveðjuárás í Garðabæ í fyrra og að hinir tveir séu á skilorði. Mennirnir eru grunaðir um að hafa rænt manni á laugardagskvöld, farið með hann upp í Heiðmörk og barið hann til óbóta, svo mjög að æð í maga hans fór í sundur og á bringu hans má sjá skóför eftir aðfarirnar. Heimildarmenn fréttastofu segja forsögu málsins vera þá að fyrir rúmu ári síðan hafi forsprakki mannanna keyrt undir áhrifum eiturlyfja á bíla og af ótta við að vera tekinn af lögreglu hringt í félaga sinn og beðið hann að taka á sig sök. Félaginn varð við bóninni en lýsing vitna á atburðinum leiddi til þess að lögregla komst á snoðir um að hann var að segja ósatt. Í framhaldinu sagði hann lögreglu frá málavöxtu og krefst forsprakkinn þess nú að hann greiði sér fyrir tjónið sem hann sjálfur olli. Á laugardagskvöldið leituðu mennirnir þrír að þessum félaga og ætluðu að innheimta meinta skuld. Þegar þeir síðan fundu hann ekki fóru þeir heim til fórnarlambsins, sem þeir töldu að gætu hjálpað sér við leitina, og báðu hann að koma út og tala við sig. Fórnarlambið varð við þeirri bón en þegar út var komið þá hentu þeir honum inn í bíl og keyrðu með hann upp í út í Víðisstaðarhraun og tóku til við að berja hann. Þegar þeir urðu varir við vegfaranda sem þarna átti leið um þá hentu þeir fórnarlambinu í skottið á bíl sínum og keyrðu með hann upp í Heiðmörk, þar sem barsmíðarnar héldu áfram. Þeir skildu manninn síðan eftir í blóði sínu þar sem hestamaður reið fram á hann og kom honum til aðstoðar. Fórnarlambið liggur illa haldið á spítala og eru einu tengls þess við árásarmennina þau hann var í sama grunnskóla og þeir. Það hefur nú gefið skýrslu til lögreglu sem segir málið litið alvarlegum augum og hefur sent út eftirlýsingu á þeim til allra umdæma lögreglunnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira