Innlent

Engir biðlistar eftir leikskólaplássi

Frá Egilsstöðum.
Frá Egilsstöðum. Mynd/Vísir

Gert er ráð fyrir að öll börn fædd árið 2004, sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Fljótsdalshéraði, verði komin á leikskóla í haust. Á Fréttavefnum Austurlandið.is kemur fram að um er að ræða rúmlega 90% þeirra barna sem eru fædd á þessu ári og búa í sveitafélaginu. Árgangurinn er óvenju fjölmennur eða 50% fjölmennari en aðrir árgangar á Fljótsdalshéraði. Þá munu börn sem ná eins árs aldri í ágúst næstkomandi, einnig fá pláss á leikskóla í haust en það er 60% barna af 2005 árganginum í sveitarfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×