Innlent

Eyþór ekki í kosningabaráttunni

Selfoss
Selfoss MYND/E.Ól.

Eyþór Arnalds hefur ákveðið að taka ekki sæti í bæjarstjórn Árborgar fyrr en máli vegna ölvunarakstur hans í fyrrinótt er lokið og hann hefur tekið út þá refsingu sem honum kann að vera gerð.

Í yfirlýsingi sem hann las upp í gær að loknum fundi sínum með forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll sagðist Eyþór harma atvikið. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr kosingabaráttunni en er þó áfram í framboði. Ef hann nær kjöri tekur hann ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en máli hans vegna ölvunarakstursins er lokið. Eyþór hefur jafnframt ákveðið að fara í áfengismeðferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×