Fleiri fréttir Þjóðminjasafnið hlaut viðurkenningu Þjóðminjasafn Íslands var meðal safna sem hlutu viðurkenningu í samkeppni Evrópuráðs safna um safn Evrópu árið 2006! Listasafn í Barcelona hlaut verðlaunin en auk þess hlutu þrjú söfn sérstakar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur; Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn í Árósum og Náttúrsafn í Austurríki. Safn í Svíþjóð hlaut Micheletti-verðlaunin. 14.5.2006 10:30 Þrír fluttir á slysadeild eftir bruna á Rauðarárstíg Þrír voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun eftir bruna í þriggja hæða húsi við Rauðarárstíg í Reykjavík og er íbúðin þar sem eldurinn kom upp talin ónýt. Mikill erill hefur verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn hálfan sólarhring. 14.5.2006 10:05 Hópslagsmál í Keflavík Lögreglan í Keflavík handtók í nótt fimm menn á skemmtistað í bænum vegna slagsmála við dyraverði staðarins. Þrír dyraverðir slösuðust í slagsmálunum og þurftu tveir þeirra að leita læknis. Að sögn lögreglunnar kinnbeinsbrotnuðu þeir báðir en annar þeirra var líka nefbrotinn og fékk skurð í andlit sem í þurfti að sauma nokkur spor. 14.5.2006 10:00 Hnífsstunga í Hafnarfirði Unglingur var stunginn með hnífi nú undir morgun í Hafnarfirði og var hann fluttur á slysadeild og lagður inn í kjölfarið á Barnaspítala Hringsins. Að sögn lögreglunnar eru ekki öll kurl komin til grafar í málinu og verst hún allra frétta. Heimildir fréttastofu herma að unglingurinn hafi verið að gangi þegar farþegi í bíl sem átti leið hjá hafi stokkið út úr bílnum og stungið hann og lítur út fyrir að sá hafi verið meðlimur í einni unglingaklíku bæjarins. 14.5.2006 09:47 Verðmæti húsa undir skuldum Verðmæti fasteignar, sem keypt var með níutíu prósent láni síðasta haust, verður eftir ár orðið mun minna en lánin sem hvíla á eigninni - gangi eftir spár um verðbólgu og verðlækkun á fasteignamarkaði. Misgengið getur skipt milljónum króna ´z stærri eignum. 13.5.2006 19:17 Efasemdir um "hátæknisjúkrahús" Oddvitar Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna í borginni hafa efasemdir um byggingu svokallaðs "hátæknisjúkrahúss" við Hringbraut, en leiðtogi Samfylkingar telur staðsetninguna enn góðan kost. Áætlaður kostnaður við framkæmdina er 36 milljarðar króna. 13.5.2006 19:10 Tilkomumikil byssusýning í Digranesi Byssur, rifflar, fallbyssur og fleiri vopn fylla nú kjallara íþróttahúss Digraness. Auk þekktra vopna, eins og Smith and Wesson, Luger og Clock, má sjá þar athyglisverð skotvopn úr seinni heimsstyrjöldinni og eitt stærsta byssusafn í einkaeigu. 13.5.2006 19:07 Fjarskiptum ábótavant Fjarskipti gengu ekki sem skildi á flugslysaæfingu á Höfn í Hornafirði í dag. Augljóst er að fjarlægðin milli flugvallarins og Hafnar hefur sitt að segja þegar bjarga þarf mannslífum. 13.5.2006 19:00 Ísland fjölmeningarlegt land en ekki ríki Ísland er fjölmenningarlegt land en ekki fjölmenningarlegt ríki þar sem stjórnvöld hafa ekki markað sér eiginlega fjölmenningarstefnu, segir dósent í mannfræði við Háskóla Íslands. Jafnframt sé mikilvægt að auka fé til íslenskukennslu þar sem tungumálið sé helsta hindrunin í aðlögun innflytjenda hér á landi. 13.5.2006 18:47 Gripinn eftir hraðakstur gegnum borgina og upp í Hvalfjörð Lögreglan í Reykjavík handtók í dag ökumann bíls eftir eftirför sem hófst á Miklubrautinni en endaði uppi í Hvalfirði. Lögregla mældi bílinn á 140 kílómetra hraða á leið austur Miklubraut um hádegi í dag en þar sem lögregla þurfti að snúa sínum bíl við missti hún sjónar af bílnum. 13.5.2006 16:45 Framsókn tapar miklu fylgi í Kópavogi Framsóknarflokkurinn hefur tapað ríflega tveimur þriðju af fylgi sínu í Kópavogi ef marka má könnun Gallup sem greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. Framsókn mælist nú með átta prósenta fylgi en var með 28 prósent í síðustu kosningum árið 2002. 13.5.2006 16:15 Verður Þjóðminjasafnið safn Evrópu í ár? Það ræðst í kvöld hvort Þjóðminjasafnið verður valið safn Evrópu árið 2006. Þjóðminjasafnið er í hópi 20 safna sem komin eru í úrslit í samkeppni Evrópuráðs safna en niðurstöður hennar verðar kynntar á aðalfundi ráðsins í Lissabon í kvöld. 13.5.2006 16:00 Litla hryllingsbúðin sýnd í Íslensku óperunni í kvöld Söngleikurinn Litla Hryllingsbúðin verður tekin til sýninga í Íslensku óperunni í kvöld. Það er leikfélag Akureyrar sem setur upp sýninguna en hún hefur verið sýnd norðan heiða við góðar undirtektir 13.5.2006 15:15 Tíu særðust í mótmælum við aðskilnaðarmúr Tíu manns hlutu sár í morgun þegar ísraelski herinn réðst til atlögu gegn Palestínumönnum sem voru að mótmæla aðskilnaðarmúrnum í nágrenni Jerúsalem. 13.5.2006 15:00 Samningar takast líklega um helgina Líklegt má telja að samningar takist um helgina í kjaraviðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra. Viðræðurnar snúast um launahækkanir til handa starfsmönnum á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða innan svæðisskrifstofanna, á Skálatúni og hjá Styrktarfélagi vangefinna. 13.5.2006 12:58 Flugslysaæfing á Höfn í Hornafirði í dag Flugslysaæfing verður haldin á Höfn í Hornafirði í dag. Þar verður sett á svið flugslys þar sem stór farþegaflugvél brotlendir við flugvöllinn á Höfn. Um 30 sjálfboðaliðar taka þátt í æfingunni sem lemstraðir sjúklingar en ríflega þrjátíu manns koma að björgunarstörfum og samhæfingu á staðnum. 13.5.2006 11:30 Á 191 kílómetra hraða á Reykjanesbraut Lögreglan í Keflavík veitt bíl eftirför í nótt sem mældist á 191 kílómetra hraða á klukkustund á leið vestur Reykjanesbraut. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan með því að slökkva öll ljós á bílnum. 13.5.2006 11:00 Leituðu aðstoðar vegna hundsbits Fjögur ungmenni þurftu að leita á slysadeild á Akureyri eftir að hundur hafði bitið þau í nótt. Ungmennin voru að fagna próflokum í Kjarnaskógi þegar einn af góðkunningjum lögreglunnar fyrir norðan kom á staðinn með hund sinn. Hundurinn var svo skilinn eftir í vörslu annars fólks sem á endanum leiddi til þess að hann beit fjóra. 13.5.2006 10:45 Eldur í gámi og brettum við Grandagarð í nótt Töluverðan reyk lagði yfir Reykjavíkurhöfn þegar eldur kom upp í gámi við Grandagarð 16-18 um klukkan eitt í nótt. Slökkvilið kom á vettvang og þá hafði eldurinn læst sig í nærliggjandi trébretti og var farinn að teygja sig í upp í glugga í nærliggjandi húsi og að tunnum með þynni. Kæla þurfti tunnurnar og lauk slökkvistarfi um tvöleytið. Eldsupptök eru ókunn en rannsókn stendur yfir. 13.5.2006 10:15 Á þriðja þúsund manns í framboði Einn af hverjum áttatíu landsmönnum á kosningaaldri getur kosið sjálfan sig í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram undir lok mánaðarins. Svo margir eru frambjóðendurnir. Heildarfjöldi þeira jafngildir því að nær allir Grindvíkingar væru í framboði. 12.5.2006 21:11 Miðbær í myndum Ljósmyndssýningin Miðbær í myndum verður opnuð á Listahátíð á morgun. Á sýningunni eru 70 myndir sem sýna miðborg Reykjavíkur eins og hún leit út fyrir um hundrað árum síðan. 12.5.2006 21:04 Þjónusta við börn og aldraða í hávegi höfð Þjónustu við aldraða hefur hrakað mikið á síðustu sextán árunum segir oddviti Vinstri-grænna í Kópavogi. Flokkurinn kynnti stefnuskrá sína í dag og er þjónusta við aldraða og börn í hávegi höfð í stefnuskránni. 12.5.2006 20:06 Sjóræningjaveiðar á Reykjaneshrygg Átta skip eru að ólöglegum veiðum á Reykjaneshrygg, rétt utan lögsögunnar, í hópi tæplega sjötíu skipa sem þar stunda löglegar veiðar. Samtökin Greenpeace hafa skorið upp herör gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum, sem stundaðar eru víða um heim. 12.5.2006 19:20 Yfir eitt prósent atkvæðabærra manna í framboði Einn af hverjum áttatíu einstaklingum á kosningaaldri er í framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sjálfkjörið er í sveitarstjórn í Breiðdalshreppi og Tjörneshreppi en listakosning fer fram í 58 sveitarfélögum. Þar eru tæplega 2.600 manns í framboði á 170 listum. 12.5.2006 17:32 Mótmæltu byggingu Kárahnjúkavirkjunar Tvö til þrjú hundruð manns komu saman á Austurvelli á sama tíma og hornsteinn var lagður að Kárahnjúkavirkjun til að mótmæla byggingu hennar. 12.5.2006 17:04 Leggur áherslu á nýtingu jarðhita Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra lagði áherslu á aðkomu alþjóðlegra fjármálastofnana að nýtingu jarðhita á fundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í New York í gær. Í ræðu sinni sagði ráðherra að fólk væri almennt ekki nógu meðvitað um möguleika jarðhita sem orkugjafa. 12.5.2006 16:40 KB banki bakhjarl Listahátíðar KB banki undirritaði í dag samstarfssamning við Listahátíð í Reykjavík til næstu þriggja ára. Í samningnum felst að bankinn verður fjárhagslegur bakhjarl hátíðarinnar. Samningurinn er í raun framlenging á samstarfi Listahátíðar og KB banka, þar sem bankinn hefur verið bakhjarl hátíðarinnar um nokkurra ára skeið. 12.5.2006 15:08 Slökkvistarfi lokið við Hvaleyrarvatn Ræktarland Lækjarskóla við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er illa farið eftir sinubruna sem kom upp á ræktunarsvæði Skógræktar Hafnarfjarðar fyrr í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um brunann klukkan eitt í dag og barðist við eldinn í um klukkustund en hann hafði læst sig í tré á svæðinu. 12.5.2006 15:01 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur slökkt sinueld við Hvaleyrarvatn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins náði rétt í þessu að slökkva mikinn sinueld við Hvaleyrarvatn. Allt titækt lið var kallað út enda logaði mikið. Trjágróður var í hættu en eldurinn ógnaði ekki byggingum. Ekki er vitað um tildrög þess að eldurinn kviknaði. 12.5.2006 13:58 Mikill sinubruni við Hvaleyrarvatn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst þessa stundina við mikinn sinueld við Hvaleyrarvatn. Allt titækt lið er á staðnum og logar mikið. Samkvæmt heimildum NFS er trjágróður í hættu. Ekki er vitað um tildrög þess að eldurinn kviknaði. Við segjum nánar frá þessu eftir því sem upplýsingar berast. 12.5.2006 13:47 Í mótmælahug eftir lestur Draumalandsins Tveir ungir starfsmenn Landspítalans urðu svo heillaðir við lestur bókarinnar Draumalandsins eftir Andra Snæ Magnason að þeir ákváðu að standa fyrir mótmælum á Austurvelli. Þeir hafa sent skilaboð á fjölda fólks og vilja að fólk sýni innihaldi bókarinnar viðbrögð í verki. 12.5.2006 13:45 Stór sinueldur við Hvaleyrarvatn Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins var kallað út um eitt leitið vegna sinubruna við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu er hér um stór bruna að ræða, en nánari upplýsingar verða birtar á Vísir og NFS um leið og þær berst. 12.5.2006 13:32 Sláandi lágt hlutfall þeirra sem stunda frumkvöðlastarfsemi á Íslandi Sláandi lágt hlutfall þeirra sem stunda frumkvöðlastarfsemi á Íslandi hefur lokið háskólanámi í samanburði við önnur hátekjulönd að því er lesa má úr niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar á frumkvöðlastarfsemi sem kynntar voru í morgun. Þá eru karlar tvöfalt líklegri en konur til að stunda slíka starfsemi. 12.5.2006 13:17 Góður gangur í viðræðum SFR og svæðisskrifstofa Góður gangur er í viðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra. Jafnvel er búist við að samningar náist um helgina og þannig verði hægt að afstýra setuverkföllum á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða. 12.5.2006 12:30 Órökstuddar dylgjur landlæknis Á forsíðu Fréttablaðsins í dag segir landlæknir tengsl milli helstu lyfjainnflytjenda á landinu og tveggja keðja í smásölu lyfja vera ástæðu fyrir háu lyfjaverði hér á landi. Þessi fullyrðing er alfarið röng segir í tilkynningu frá Frumtaki - samtökum framleiðenda frumlyfja. 12.5.2006 12:27 Viðbúnaðarstig lækkað í Svíþjóð Engin fuglaflensa reyndist í hænsnabúi í Orsa í Svíþjóð, þar sem grunur lék á að hún hefði komið upp í alifuglum. Yfirvöld í Svíþjóð hyggjast nú að draga úr viðbúnaði vegna fuglaflensu þannig að alifuglar megi aftur dvelja utandyra. 12.5.2006 12:15 Boeing 757 á Reykjavíkurflugvelli í morgun Heldur óalgeng sjón var á Reykjavíkurflugvelli í morgun en þar var á ferðinni þota af gerðinni Boeing 757. Vélinni var ætlað að flytja gesti Landsvirkjunar austur á land þar sem þeir verða viðstaddir þegar hornsteinn verður lagður að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar 12.5.2006 12:15 Landsflug efni ekki gefin loforð Lúðvík Bergvinsson forseti bæjarstjórnar í Vestamannaeyjum sagði á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi að Landsflug ætlaði ekki að efna gefin loforð um að taka í notkun 32. sæta Dornier til Eyja þann 15. maí næstkomandi. 12.5.2006 12:12 ÖBÍ segir úrskurð stórsigur þrátt fyrir frávísun aðalkröfu Öryrkjabandalagið segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna samkomulags við öryrkja fyrir þremur árum sé stórsigur fyrir bandalagið. Dómurinn vísar frá aðalkröfu öryrkja en samþykkir varakröfuna, um að dómurinn muni úrskurða um greiðsluskyldu stjórnvalda vegna samkomulagsins. 12.5.2006 12:07 Samfylkingin í Kópavogi svarar Gusturum Samfylkingin í Kópavog hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna athugasemdar Hestamannafélagsins Gusts sem birtist í fjölmiðlum í morgun. Vegna samþykktar sem gerð var á félagsfundi Hestamannafélagsins Gusts 11. maí síðastliðinn er nauðsynlegt að ítreka eftirfarandi. 12.5.2006 11:48 Gott uppgjör hjá Actavis Actavis skilaði góðu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi sem var talsvert yfir væntingum en hagnaður eftir skatta til hluthafa Actavis nam 31,3 m.evrum en spá KB Banka var upp á 25 m. evrur og spár annarra fjármálafyrirtækja hljóðuðu upp á 19-20 m. evrur. 12.5.2006 11:20 Allir með fleiri en eitt hlutverk Pönk, dans, list og leikur mætast með nýstárlegum hætti í sýningunni Við erum Öll Marlene Dietrich FOR. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur erlendis en í tilefni listahátíðar verða sýndar þrjár sýningar hér á landi. 12.5.2006 10:00 Gustarar samþykkja flutningana Á fjölmennum félagsfundi hestamannafélagsins Gusts í gærkveldi samþykktu félagsmenn samninga þá er gerðir hafa verið við Kópavogsbæ um flutning hesthúsahverfis félagsins frá Glaðheimum á Kjóavelli. 12.5.2006 09:50 Talsverður erill hjá lögreglu vegna ölvunar Talsverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar fólks vítt og breytt um borgina. Hins vegar var rólegt á ölstofunum í miðborginni. Lögregla varð að taka nokkra ólátaseggi úr umferð og gista þeir nú fangageymslur. 12.5.2006 09:45 Listahátíð sett í dag Listahátíð Reykjavíkur verður sett í dag við stóra athöfn í Borgarleikhúsinu. Á setningarhátíðinni kemur fram margt stærstu listamanna sem þátt taka í listahátíð þessu sinni. Hátíðin stendur til annars júní. 12.5.2006 09:30 Sjá næstu 50 fréttir
Þjóðminjasafnið hlaut viðurkenningu Þjóðminjasafn Íslands var meðal safna sem hlutu viðurkenningu í samkeppni Evrópuráðs safna um safn Evrópu árið 2006! Listasafn í Barcelona hlaut verðlaunin en auk þess hlutu þrjú söfn sérstakar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur; Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn í Árósum og Náttúrsafn í Austurríki. Safn í Svíþjóð hlaut Micheletti-verðlaunin. 14.5.2006 10:30
Þrír fluttir á slysadeild eftir bruna á Rauðarárstíg Þrír voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun eftir bruna í þriggja hæða húsi við Rauðarárstíg í Reykjavík og er íbúðin þar sem eldurinn kom upp talin ónýt. Mikill erill hefur verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn hálfan sólarhring. 14.5.2006 10:05
Hópslagsmál í Keflavík Lögreglan í Keflavík handtók í nótt fimm menn á skemmtistað í bænum vegna slagsmála við dyraverði staðarins. Þrír dyraverðir slösuðust í slagsmálunum og þurftu tveir þeirra að leita læknis. Að sögn lögreglunnar kinnbeinsbrotnuðu þeir báðir en annar þeirra var líka nefbrotinn og fékk skurð í andlit sem í þurfti að sauma nokkur spor. 14.5.2006 10:00
Hnífsstunga í Hafnarfirði Unglingur var stunginn með hnífi nú undir morgun í Hafnarfirði og var hann fluttur á slysadeild og lagður inn í kjölfarið á Barnaspítala Hringsins. Að sögn lögreglunnar eru ekki öll kurl komin til grafar í málinu og verst hún allra frétta. Heimildir fréttastofu herma að unglingurinn hafi verið að gangi þegar farþegi í bíl sem átti leið hjá hafi stokkið út úr bílnum og stungið hann og lítur út fyrir að sá hafi verið meðlimur í einni unglingaklíku bæjarins. 14.5.2006 09:47
Verðmæti húsa undir skuldum Verðmæti fasteignar, sem keypt var með níutíu prósent láni síðasta haust, verður eftir ár orðið mun minna en lánin sem hvíla á eigninni - gangi eftir spár um verðbólgu og verðlækkun á fasteignamarkaði. Misgengið getur skipt milljónum króna ´z stærri eignum. 13.5.2006 19:17
Efasemdir um "hátæknisjúkrahús" Oddvitar Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna í borginni hafa efasemdir um byggingu svokallaðs "hátæknisjúkrahúss" við Hringbraut, en leiðtogi Samfylkingar telur staðsetninguna enn góðan kost. Áætlaður kostnaður við framkæmdina er 36 milljarðar króna. 13.5.2006 19:10
Tilkomumikil byssusýning í Digranesi Byssur, rifflar, fallbyssur og fleiri vopn fylla nú kjallara íþróttahúss Digraness. Auk þekktra vopna, eins og Smith and Wesson, Luger og Clock, má sjá þar athyglisverð skotvopn úr seinni heimsstyrjöldinni og eitt stærsta byssusafn í einkaeigu. 13.5.2006 19:07
Fjarskiptum ábótavant Fjarskipti gengu ekki sem skildi á flugslysaæfingu á Höfn í Hornafirði í dag. Augljóst er að fjarlægðin milli flugvallarins og Hafnar hefur sitt að segja þegar bjarga þarf mannslífum. 13.5.2006 19:00
Ísland fjölmeningarlegt land en ekki ríki Ísland er fjölmenningarlegt land en ekki fjölmenningarlegt ríki þar sem stjórnvöld hafa ekki markað sér eiginlega fjölmenningarstefnu, segir dósent í mannfræði við Háskóla Íslands. Jafnframt sé mikilvægt að auka fé til íslenskukennslu þar sem tungumálið sé helsta hindrunin í aðlögun innflytjenda hér á landi. 13.5.2006 18:47
Gripinn eftir hraðakstur gegnum borgina og upp í Hvalfjörð Lögreglan í Reykjavík handtók í dag ökumann bíls eftir eftirför sem hófst á Miklubrautinni en endaði uppi í Hvalfirði. Lögregla mældi bílinn á 140 kílómetra hraða á leið austur Miklubraut um hádegi í dag en þar sem lögregla þurfti að snúa sínum bíl við missti hún sjónar af bílnum. 13.5.2006 16:45
Framsókn tapar miklu fylgi í Kópavogi Framsóknarflokkurinn hefur tapað ríflega tveimur þriðju af fylgi sínu í Kópavogi ef marka má könnun Gallup sem greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. Framsókn mælist nú með átta prósenta fylgi en var með 28 prósent í síðustu kosningum árið 2002. 13.5.2006 16:15
Verður Þjóðminjasafnið safn Evrópu í ár? Það ræðst í kvöld hvort Þjóðminjasafnið verður valið safn Evrópu árið 2006. Þjóðminjasafnið er í hópi 20 safna sem komin eru í úrslit í samkeppni Evrópuráðs safna en niðurstöður hennar verðar kynntar á aðalfundi ráðsins í Lissabon í kvöld. 13.5.2006 16:00
Litla hryllingsbúðin sýnd í Íslensku óperunni í kvöld Söngleikurinn Litla Hryllingsbúðin verður tekin til sýninga í Íslensku óperunni í kvöld. Það er leikfélag Akureyrar sem setur upp sýninguna en hún hefur verið sýnd norðan heiða við góðar undirtektir 13.5.2006 15:15
Tíu særðust í mótmælum við aðskilnaðarmúr Tíu manns hlutu sár í morgun þegar ísraelski herinn réðst til atlögu gegn Palestínumönnum sem voru að mótmæla aðskilnaðarmúrnum í nágrenni Jerúsalem. 13.5.2006 15:00
Samningar takast líklega um helgina Líklegt má telja að samningar takist um helgina í kjaraviðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra. Viðræðurnar snúast um launahækkanir til handa starfsmönnum á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða innan svæðisskrifstofanna, á Skálatúni og hjá Styrktarfélagi vangefinna. 13.5.2006 12:58
Flugslysaæfing á Höfn í Hornafirði í dag Flugslysaæfing verður haldin á Höfn í Hornafirði í dag. Þar verður sett á svið flugslys þar sem stór farþegaflugvél brotlendir við flugvöllinn á Höfn. Um 30 sjálfboðaliðar taka þátt í æfingunni sem lemstraðir sjúklingar en ríflega þrjátíu manns koma að björgunarstörfum og samhæfingu á staðnum. 13.5.2006 11:30
Á 191 kílómetra hraða á Reykjanesbraut Lögreglan í Keflavík veitt bíl eftirför í nótt sem mældist á 191 kílómetra hraða á klukkustund á leið vestur Reykjanesbraut. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan með því að slökkva öll ljós á bílnum. 13.5.2006 11:00
Leituðu aðstoðar vegna hundsbits Fjögur ungmenni þurftu að leita á slysadeild á Akureyri eftir að hundur hafði bitið þau í nótt. Ungmennin voru að fagna próflokum í Kjarnaskógi þegar einn af góðkunningjum lögreglunnar fyrir norðan kom á staðinn með hund sinn. Hundurinn var svo skilinn eftir í vörslu annars fólks sem á endanum leiddi til þess að hann beit fjóra. 13.5.2006 10:45
Eldur í gámi og brettum við Grandagarð í nótt Töluverðan reyk lagði yfir Reykjavíkurhöfn þegar eldur kom upp í gámi við Grandagarð 16-18 um klukkan eitt í nótt. Slökkvilið kom á vettvang og þá hafði eldurinn læst sig í nærliggjandi trébretti og var farinn að teygja sig í upp í glugga í nærliggjandi húsi og að tunnum með þynni. Kæla þurfti tunnurnar og lauk slökkvistarfi um tvöleytið. Eldsupptök eru ókunn en rannsókn stendur yfir. 13.5.2006 10:15
Á þriðja þúsund manns í framboði Einn af hverjum áttatíu landsmönnum á kosningaaldri getur kosið sjálfan sig í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram undir lok mánaðarins. Svo margir eru frambjóðendurnir. Heildarfjöldi þeira jafngildir því að nær allir Grindvíkingar væru í framboði. 12.5.2006 21:11
Miðbær í myndum Ljósmyndssýningin Miðbær í myndum verður opnuð á Listahátíð á morgun. Á sýningunni eru 70 myndir sem sýna miðborg Reykjavíkur eins og hún leit út fyrir um hundrað árum síðan. 12.5.2006 21:04
Þjónusta við börn og aldraða í hávegi höfð Þjónustu við aldraða hefur hrakað mikið á síðustu sextán árunum segir oddviti Vinstri-grænna í Kópavogi. Flokkurinn kynnti stefnuskrá sína í dag og er þjónusta við aldraða og börn í hávegi höfð í stefnuskránni. 12.5.2006 20:06
Sjóræningjaveiðar á Reykjaneshrygg Átta skip eru að ólöglegum veiðum á Reykjaneshrygg, rétt utan lögsögunnar, í hópi tæplega sjötíu skipa sem þar stunda löglegar veiðar. Samtökin Greenpeace hafa skorið upp herör gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum, sem stundaðar eru víða um heim. 12.5.2006 19:20
Yfir eitt prósent atkvæðabærra manna í framboði Einn af hverjum áttatíu einstaklingum á kosningaaldri er í framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sjálfkjörið er í sveitarstjórn í Breiðdalshreppi og Tjörneshreppi en listakosning fer fram í 58 sveitarfélögum. Þar eru tæplega 2.600 manns í framboði á 170 listum. 12.5.2006 17:32
Mótmæltu byggingu Kárahnjúkavirkjunar Tvö til þrjú hundruð manns komu saman á Austurvelli á sama tíma og hornsteinn var lagður að Kárahnjúkavirkjun til að mótmæla byggingu hennar. 12.5.2006 17:04
Leggur áherslu á nýtingu jarðhita Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra lagði áherslu á aðkomu alþjóðlegra fjármálastofnana að nýtingu jarðhita á fundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í New York í gær. Í ræðu sinni sagði ráðherra að fólk væri almennt ekki nógu meðvitað um möguleika jarðhita sem orkugjafa. 12.5.2006 16:40
KB banki bakhjarl Listahátíðar KB banki undirritaði í dag samstarfssamning við Listahátíð í Reykjavík til næstu þriggja ára. Í samningnum felst að bankinn verður fjárhagslegur bakhjarl hátíðarinnar. Samningurinn er í raun framlenging á samstarfi Listahátíðar og KB banka, þar sem bankinn hefur verið bakhjarl hátíðarinnar um nokkurra ára skeið. 12.5.2006 15:08
Slökkvistarfi lokið við Hvaleyrarvatn Ræktarland Lækjarskóla við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er illa farið eftir sinubruna sem kom upp á ræktunarsvæði Skógræktar Hafnarfjarðar fyrr í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um brunann klukkan eitt í dag og barðist við eldinn í um klukkustund en hann hafði læst sig í tré á svæðinu. 12.5.2006 15:01
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur slökkt sinueld við Hvaleyrarvatn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins náði rétt í þessu að slökkva mikinn sinueld við Hvaleyrarvatn. Allt titækt lið var kallað út enda logaði mikið. Trjágróður var í hættu en eldurinn ógnaði ekki byggingum. Ekki er vitað um tildrög þess að eldurinn kviknaði. 12.5.2006 13:58
Mikill sinubruni við Hvaleyrarvatn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst þessa stundina við mikinn sinueld við Hvaleyrarvatn. Allt titækt lið er á staðnum og logar mikið. Samkvæmt heimildum NFS er trjágróður í hættu. Ekki er vitað um tildrög þess að eldurinn kviknaði. Við segjum nánar frá þessu eftir því sem upplýsingar berast. 12.5.2006 13:47
Í mótmælahug eftir lestur Draumalandsins Tveir ungir starfsmenn Landspítalans urðu svo heillaðir við lestur bókarinnar Draumalandsins eftir Andra Snæ Magnason að þeir ákváðu að standa fyrir mótmælum á Austurvelli. Þeir hafa sent skilaboð á fjölda fólks og vilja að fólk sýni innihaldi bókarinnar viðbrögð í verki. 12.5.2006 13:45
Stór sinueldur við Hvaleyrarvatn Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins var kallað út um eitt leitið vegna sinubruna við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu er hér um stór bruna að ræða, en nánari upplýsingar verða birtar á Vísir og NFS um leið og þær berst. 12.5.2006 13:32
Sláandi lágt hlutfall þeirra sem stunda frumkvöðlastarfsemi á Íslandi Sláandi lágt hlutfall þeirra sem stunda frumkvöðlastarfsemi á Íslandi hefur lokið háskólanámi í samanburði við önnur hátekjulönd að því er lesa má úr niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar á frumkvöðlastarfsemi sem kynntar voru í morgun. Þá eru karlar tvöfalt líklegri en konur til að stunda slíka starfsemi. 12.5.2006 13:17
Góður gangur í viðræðum SFR og svæðisskrifstofa Góður gangur er í viðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra. Jafnvel er búist við að samningar náist um helgina og þannig verði hægt að afstýra setuverkföllum á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða. 12.5.2006 12:30
Órökstuddar dylgjur landlæknis Á forsíðu Fréttablaðsins í dag segir landlæknir tengsl milli helstu lyfjainnflytjenda á landinu og tveggja keðja í smásölu lyfja vera ástæðu fyrir háu lyfjaverði hér á landi. Þessi fullyrðing er alfarið röng segir í tilkynningu frá Frumtaki - samtökum framleiðenda frumlyfja. 12.5.2006 12:27
Viðbúnaðarstig lækkað í Svíþjóð Engin fuglaflensa reyndist í hænsnabúi í Orsa í Svíþjóð, þar sem grunur lék á að hún hefði komið upp í alifuglum. Yfirvöld í Svíþjóð hyggjast nú að draga úr viðbúnaði vegna fuglaflensu þannig að alifuglar megi aftur dvelja utandyra. 12.5.2006 12:15
Boeing 757 á Reykjavíkurflugvelli í morgun Heldur óalgeng sjón var á Reykjavíkurflugvelli í morgun en þar var á ferðinni þota af gerðinni Boeing 757. Vélinni var ætlað að flytja gesti Landsvirkjunar austur á land þar sem þeir verða viðstaddir þegar hornsteinn verður lagður að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar 12.5.2006 12:15
Landsflug efni ekki gefin loforð Lúðvík Bergvinsson forseti bæjarstjórnar í Vestamannaeyjum sagði á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi að Landsflug ætlaði ekki að efna gefin loforð um að taka í notkun 32. sæta Dornier til Eyja þann 15. maí næstkomandi. 12.5.2006 12:12
ÖBÍ segir úrskurð stórsigur þrátt fyrir frávísun aðalkröfu Öryrkjabandalagið segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna samkomulags við öryrkja fyrir þremur árum sé stórsigur fyrir bandalagið. Dómurinn vísar frá aðalkröfu öryrkja en samþykkir varakröfuna, um að dómurinn muni úrskurða um greiðsluskyldu stjórnvalda vegna samkomulagsins. 12.5.2006 12:07
Samfylkingin í Kópavogi svarar Gusturum Samfylkingin í Kópavog hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna athugasemdar Hestamannafélagsins Gusts sem birtist í fjölmiðlum í morgun. Vegna samþykktar sem gerð var á félagsfundi Hestamannafélagsins Gusts 11. maí síðastliðinn er nauðsynlegt að ítreka eftirfarandi. 12.5.2006 11:48
Gott uppgjör hjá Actavis Actavis skilaði góðu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi sem var talsvert yfir væntingum en hagnaður eftir skatta til hluthafa Actavis nam 31,3 m.evrum en spá KB Banka var upp á 25 m. evrur og spár annarra fjármálafyrirtækja hljóðuðu upp á 19-20 m. evrur. 12.5.2006 11:20
Allir með fleiri en eitt hlutverk Pönk, dans, list og leikur mætast með nýstárlegum hætti í sýningunni Við erum Öll Marlene Dietrich FOR. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur erlendis en í tilefni listahátíðar verða sýndar þrjár sýningar hér á landi. 12.5.2006 10:00
Gustarar samþykkja flutningana Á fjölmennum félagsfundi hestamannafélagsins Gusts í gærkveldi samþykktu félagsmenn samninga þá er gerðir hafa verið við Kópavogsbæ um flutning hesthúsahverfis félagsins frá Glaðheimum á Kjóavelli. 12.5.2006 09:50
Talsverður erill hjá lögreglu vegna ölvunar Talsverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar fólks vítt og breytt um borgina. Hins vegar var rólegt á ölstofunum í miðborginni. Lögregla varð að taka nokkra ólátaseggi úr umferð og gista þeir nú fangageymslur. 12.5.2006 09:45
Listahátíð sett í dag Listahátíð Reykjavíkur verður sett í dag við stóra athöfn í Borgarleikhúsinu. Á setningarhátíðinni kemur fram margt stærstu listamanna sem þátt taka í listahátíð þessu sinni. Hátíðin stendur til annars júní. 12.5.2006 09:30