Innlent

Ungi maðurinn ófundinn

Hátt í tvö hundruð björgunarsveitarmenn leituðu án árangurs í alla nótt að 17 ára pilti, Pétri Þorvaðrarsyni, sem fór frá bænum Grímstungu við Grímstaði á Fjöllum um klukkan fjögur í fyrrinótt. Fimm sporhundar voru þeim til aðstoðar og áhöfn þyrlu af dönsku varpðskipi, sem er í Reykjavík, leitaði í gærkvöldi. Áætlað er að fjölga leitarmönnum með morgninum og danska þyrlan bíður átekta á Akureyri, en ekki eru flugskilyrði á leitarsvæðinu núna. Þar snjóaði í nótt en gerði ekki mikið frost. Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar eru bilaðar og hafa því ekki getað tekið þátt í leitinni. Pétur er ljós-skolhærður, búlduleitur og klæddur í ljósgráa flíspeysu og gallabuxur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×