Innlent

Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlkum

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa káfað á einni stúlkunni, sem þá var 9 ára, á tjaldsvæði og látið hana snerta sig. Hann var einnig fundin sekur fyrir að hafa rassskelt tæplega fjögurra ára gamla stúlku og látið hana halda um kynfæri sín. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa káfað á 12 ára stúlku sem var gestur dóttur hans.

Maðurinn viðurkenndi að hafa örvast við sum brotin en sagðist þó meira hafa verið að hefna sín á stúlkunum, svo sem fyrir að trufla svefnfrið hans eða vera í heimsókn á heimili hans. Við húsleit fundust 226 ólíkar ljósmyndir af börnum, hálfnöktum eða nöktum, í tölvu sem lögreglan lagði hald á. Nokkrar af þeim hafði hann tekið sjálfur.

Þá var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunum frá 800 þúsund - 100 þúsund í bætur. Að auki þarf hann að greiða tæpar 1,7 milljónir króna í sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×