Innlent

Ók öfugan hring í hringtorgi

Ökumaður var kærður fyrir að aka á móti umferð í hringtorginu á Ísafirði í nótt. Samkvæmt lögreglunni var ekki um ókunnugleika að ræða, en ökumaðurinn sá eflaust ekki fyrir kæru lögreglunnar áður en hann fór öfugan hring í hringtorginu. Þá var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp í Tungudalsleggnum í Vestfjarðargöngunum. Ökumaður hafði misst stjórn á lítilli jeppabifreið með þeim afleiðingum að bíllinn lenti utan í vegg og valt. Ökumanninn sakaði ekki en bíllinn er talinn ónýtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×