Sjálfstæðismenn í Árborg í uppnámi vegna handtöku Eyþórs 14. maí 2006 19:06 Eyþór Arnalds, oddviti á lista sjálfstæðismanna í Árborg, var handtekinn ásamt unnustu sinni í nótt, en þau eru grunuð um að ekið ölvuð á ljósastaur og flúið af vettvangi. Eyþór gisti fangageymslur í nótt en var sleppt í dag eftir að játning lá fyrir. Forsvarsmenn flokksins í kjördæminu hittust á fundi undir kvöld til að ákveða hvernig brugðist verður við þessum tíðindum Klukkan rúmlega eitt í nótt var jeppabifreið ekið á ljósastaur á Kleppsvegi með þeim afleiðingum að ljósastaurinn lagðist á hliðina. Bíllinn skemmdist ekki það mikið að hann var ökufær á eftir. Ekið var af vettvangi en vitni að atburðinum lét lögreglu vita. Lögregla brást skjótt við og náðist ökumaðurinn ásamt farþega í Ártúnsbrekkunni. Samkvæmt heimildum NFS voru þarna á ferð Eyþór Arnalds, oddamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg og unnusta hans og voru bæði grunuð um ölvun. Samkæmt upplýsingum frá lögreglu voru hin grunuðu flutt á lögreglustöð þar fangageymslur biðu þeirra. Skýrslur voru teknar og segir varðstjóri lögreglu að ökumaðurinn hafi játað brot sitt og verið sleppt í kjölfarið. Málið teljist því upplýst. NFS hefur ekki náð tali af Eyþóri í dag og hefur því ekki upplýsingar um hvort og hvernig hann muni bregðast við eftir að hremmingar næturinnar. Pólitísk staða Eyþórs í Árborg hefur verið afar sterk. Hann sigraði með yfirburðum í prófkjöri í sveitarfélaginu og hefur haft afar sterka stöðu samkæmt sköðanakönnunum. Félagsvísindastofnun mældi fylgi flokkana í Árborg fyrir mánuði og hafði fylgi Sjálfstæðisflokksins þá tvöfalldast frá síðustu kosningum - farið úr 25 prósentum í 51 prósent. Flestum ber saman um að þessi mikla fylgisaukning hafi að stórum hluta skrifast á ferska innkomu Eyþórs í hina pólitísku baráttu í Árborg. Eyþór Arnalds flutti nýverið ásamt unnustu sinni á bæinn Hreiðurborg sem er miðja vegu á milli Selfoss og Eyrarbakka. Hann hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík og var á sínum tíma orðaður við oddastöðu Sjálfstæðismanna í borgarpólitíkinni. Eyþór var framkvæmdastjóri Íslandssíma og er þekktur fyrir tónlistarstörf - einkum í hljómsveitinni Todmobile. Fréttir Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti á lista sjálfstæðismanna í Árborg, var handtekinn ásamt unnustu sinni í nótt, en þau eru grunuð um að ekið ölvuð á ljósastaur og flúið af vettvangi. Eyþór gisti fangageymslur í nótt en var sleppt í dag eftir að játning lá fyrir. Forsvarsmenn flokksins í kjördæminu hittust á fundi undir kvöld til að ákveða hvernig brugðist verður við þessum tíðindum Klukkan rúmlega eitt í nótt var jeppabifreið ekið á ljósastaur á Kleppsvegi með þeim afleiðingum að ljósastaurinn lagðist á hliðina. Bíllinn skemmdist ekki það mikið að hann var ökufær á eftir. Ekið var af vettvangi en vitni að atburðinum lét lögreglu vita. Lögregla brást skjótt við og náðist ökumaðurinn ásamt farþega í Ártúnsbrekkunni. Samkvæmt heimildum NFS voru þarna á ferð Eyþór Arnalds, oddamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg og unnusta hans og voru bæði grunuð um ölvun. Samkæmt upplýsingum frá lögreglu voru hin grunuðu flutt á lögreglustöð þar fangageymslur biðu þeirra. Skýrslur voru teknar og segir varðstjóri lögreglu að ökumaðurinn hafi játað brot sitt og verið sleppt í kjölfarið. Málið teljist því upplýst. NFS hefur ekki náð tali af Eyþóri í dag og hefur því ekki upplýsingar um hvort og hvernig hann muni bregðast við eftir að hremmingar næturinnar. Pólitísk staða Eyþórs í Árborg hefur verið afar sterk. Hann sigraði með yfirburðum í prófkjöri í sveitarfélaginu og hefur haft afar sterka stöðu samkæmt sköðanakönnunum. Félagsvísindastofnun mældi fylgi flokkana í Árborg fyrir mánuði og hafði fylgi Sjálfstæðisflokksins þá tvöfalldast frá síðustu kosningum - farið úr 25 prósentum í 51 prósent. Flestum ber saman um að þessi mikla fylgisaukning hafi að stórum hluta skrifast á ferska innkomu Eyþórs í hina pólitísku baráttu í Árborg. Eyþór Arnalds flutti nýverið ásamt unnustu sinni á bæinn Hreiðurborg sem er miðja vegu á milli Selfoss og Eyrarbakka. Hann hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík og var á sínum tíma orðaður við oddastöðu Sjálfstæðismanna í borgarpólitíkinni. Eyþór var framkvæmdastjóri Íslandssíma og er þekktur fyrir tónlistarstörf - einkum í hljómsveitinni Todmobile.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira