Fleiri fréttir Banna skólaböll fram á næsta haust Lögregla bannar nemendum Menntaskólans við Sund að halda skólaböll fram á næsta haust vegna mikillar áfengisneyslu og óláta. Nemendur og rektor skólans eru ósáttir við ákvörðunina. 21.12.2005 20:39 Ummæli Péturs ósmekkleg Framkvæmdastjóri Alþjóðahúss segir ummæli Péturs Blöndal alþingismanns í DV í dag, þar sem hann fullyrðir að útlendingar líti á mæðrastyrksnefnd sem tekjuölfun fyrir jól, ósmekkleg. Formaður mæðrastyrksnefndar segir Pétur lifa í öðrum heimi en annað fólk og við því sé ekkert að gera. 21.12.2005 20:00 Búið að slökkva eldinn í Ísnet í Hafnarfirði Búið er að slökkva brunann í netafyrirtækinu Ísnet við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Tilkynnt var um brunann um klukkan sjö í kvöld og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Ekki er vitað um tjón að svo stöddu. 21.12.2005 19:50 Fjögurra bíla árekstur á Kringlumýrabraut við Borgartún Fjögurra bíla árekstur varð á Kringlumýrabraut við Borgartún fyrir stuttu. Ekki er vitað um meiðsl á fólki að svo stöddu. Kalla þurfti til dráttararbíla til að flytja tvo bíla burt af vettvangi. Búið er að opna fyrir umferð. 21.12.2005 19:28 Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út vegna bruna í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna bruna í netafyrirtækinu Ísnet við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Tilkynnt var um eldinn fyrir um klukkan sjö í kvöld og eru slökkvibílar komnir á staðinn. 21.12.2005 19:15 KB-menn menn ársins að mati Frjálsrar verslunnar Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson hjá KB-banka hafa verið valdir menn ársins í íslensku atvinnulífi af tímaritinu Frjálsri verslun. Í fréttatilkynningu kemur fram að þeir hafi hlotið verðlaunin fyrir framúrskarandi hæfni við rekstur bankans, stækkun hans, farsælan feril, athafnasemi og frumkvöðlastarf í útrás íslenskrar bankaþjónustu og þróun íslensks fjármagnsmarkaðar. 21.12.2005 18:16 Truflun á netsambandi í nótt Búast má við truflunum á netsambandi við útlönd milli klukkan eitt í nótt til sex í fyrramálið, vegna viðhalds á Farice sæstrengnum. Verið er að auka öryggi strengsins og verður betur varinn strengur lagður á stuttum kafla í Skotlandi í nótt. Netsamband á meðan fer eftir gæðum þeirra varaleiða sem íslensku símafyrirtækin, sem verlsa við Farice, hafa að bjóða viðskiptavinum sínum. 21.12.2005 17:39 Úthlutað úr styrktarstjóði Baugs Group Á morgun, 22. desember, verður úthlutað 50 milljónum króna úr styrktarsjóði Baugs Group. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutun fer fram úr sjóðnum. 21.12.2005 16:30 Ragnhildur Helgadóttir formaður ritstjórnar bókar um sögu þingræðis Ragnhildur Helgadóttir lektor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík hefur verið skipuð formaður ritstjórnar bókar um sögu þingræðis á Íslandi. Auk hennar sitja í ritstjórn þau Helgi Skúli Kjartansson prófessor í sagnfræði og dr. Þorsteinn Magnússon stjórnmálafræðingur. 21.12.2005 15:59 Hálka víða um land Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum og hálkublettir eru víða á Suðurlandi. Sama er að segja um færð á Vesturlandi og Vestfjörðum en þar er víða hálka og hálkublettir. Á Norðurlandi eru víða hálkublettir, hálka er á Öxnadalsheiði en Lágheiði er ófær. Á Norðausturlandi er hálka, hálkublettir og éljagangur. Þá eru einnig víða hálkublettir á Austur- og Suðurlandi. 21.12.2005 15:38 Almenningur treystir íbúðarlánasjóði Almenningur treystir Íbúðalánasjóði samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar IMG Gallups sem gerð var dagana 9.-15. desember. Alls telja 84,2% svarenda Íbúðarlánasjóð traustan en einungis 3,8% aðspurðra telja sjóðinn ótraustan. 21.12.2005 15:11 Reykjavík fær langmest fé Reykjavík fær tvöfalt hærra framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga en það sveitarfélag sem fær næst mest úr sjóðnum. Framlögin sem Reykjavík fær eru að stærstum hluta vegna greiðslu húsaleigubóta. 21.12.2005 15:02 Nærri ellefu milljónir Íraka kusu í þingkosningunum Kjörsókn í þingkosningunum í Írak í síðustu viku var sjötíu prósent. Um hádegið í dag tilkynnti kjörstjórn í Írak að nærri ellefu milljónir manna hefðu kosið í þingkosningunum. 21.12.2005 14:53 Ný umferðarljós í Grafarvogi auðvelda aðkomu gesta að Gufuneskirkjugarði Ný umferðarljóst hafa verið sett upp á gatnamótum Víkurvegar og Gagnvegar í Grafarvogi en þau munu auðvelda mjög aðkomu gesta að Gufuneskirkjugarði. Ljósin verða tekin í notkun klukkan tvö á morgun en fram að opnun verða ljósin látin blikka gulu og gildir þá biðskylda á Gagnvegi inn á víkurveg. Umferðaljósin verða umferðarstýrð að hluta til þegar þau verða komin í notkun. 21.12.2005 14:52 SÍF selur sinn hlut í Icebrit Ltd SÍF hf. hefur selt 40% eignarhlut sinn í sölufyrirtækinu Icebrit Ltd. í Bretlandi. Kaupandi er Páll Sveinsson og fjölskylda sem fyrir voru eigendur að 60% að félaginu. Söluverð er trúnaðarmál. 21.12.2005 14:15 Sala á Þorláksmessu til styrktar Palestínu Líkt og í fyrra verður Félagið Ísland-Palestína með sölu á bolum, palestínskum kafía klútum, nælum og disknum Frjáls Palestína til styrktar stríðshrjáðum í Palestínu í miðbænum á Þorláksmessu. 21.12.2005 14:06 Refsingu frestað í skjalafalsmáli Kona á fimmtugsaldri var fundin sek fyrir skjalafals í Héraðdsómi Reykjaness í dag. Hafði hún falsað tvo lyfseðla, breytt ávísuðu magni á báðum seðlunum og breytt öðrum úr einnota lyfseðil í fjölnota. Hún játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og var tekið tillit til þess og einnig framlagðra sjúkraskýrslna. Refsingu var frestað haldi konan almennt skilorð í tvö ár. 21.12.2005 13:50 Samningar um yfirtöku Landsnets á flutningsvirkjum Samningar um yfirtöku Landsnets á flutningsvirkjum Landsvirkjunnar, Orkubús Vestfjarða og Rafmagnsveitna ríkisins. Samtals greiðir Landsnet hf. um 26 milljarða króna fyrir flutningsformin 21.12.2005 12:58 Tindafjöll sýknað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Tindafjöll ehf. af skaðabótakröfu. Hérðasdómur Reykjavíkur komst að því í morgun að málið væri fyrnt og sýknaði því Tindafjöll af skaðabótakröfunni. 21.12.2005 12:16 Leysa ekki vanda með skemmtanabanni Foreldrar, lögregla og skólayfirvöld verða að bregðast við drykkju unglinga en vandamál henni tengd verða ekki leyst með því að banna skemmtanahöld nemenda segir rektor Menntaskólans við Sund. Lögreglan í Reykjavík hefur bannað skemmtanahald nemenda skólans fram á vor vegna drykkjuláta og uppákoma á síðustu tveimur böllum skólans. 21.12.2005 12:00 Þrír sækjast eftir stöðu sýslumanns á Hólmavík Þrír sækjast eftir stöðu sýslumanns á Hólmavík. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. janúar 2006 21.12.2005 11:55 Stúlka slasast illa á hönd Stúlka slasaðist illa á handarbaki þegar hún festi höndina í roðvél í fiskvinnslunni í Keflavík í morgun. Að sögn lögreglunnar á staðnum er óljóst hversu illa útleikin höndin er en töluvert af handarbakinu flettist af. Stúlkan var flutt með sjúkrabíl á Landsspítalann Háskólasjúkrahús í Fossvogi og að sögn læknis lögð inn á lýtarlækningardeild. 21.12.2005 11:50 Skráningartímabil fyrir Avion Group hefst á morgun. Á morgun hefst skráningartímabil fyrir hlutafé í Avion Group. Markaðsvirði útboðsins verður 6 milljarðir króna. Boðnir verða út 157 til 175 milljónir hluta og verður verð á hlut á bilinu 34,3 til 38,3. Einungis fagfjárfestum er heimilað að taka þátt og er lágmarksfjárhæðin 5 milljónir króna að markaðsvirði. 21.12.2005 11:45 Bilun í heitavatnsæð síðdegis í gær Bilun varð í heitavatnsæð við dælustöð í Stekkjabakka síðdegis í gær. Unnið var að viðgerð í gærkvöldi og nótt til að valda sem minnstum óþægindum. 21.12.2005 11:30 Síðasti dagurinn til að senda jólakortin Íslendingar eyða um það bil þrjú hundruð og fjörtíu milljónum króna í jólakort og sendingarkostnað um þessi jól. Það jafngildir því að sérhvert mannsbarn á Íslandi eyði um það bil eitt þúsund fimmtíu og sjö krónum í þessa gömlu hefð. 21.12.2005 11:15 Ungir hugvitsmenn vinna til verðlauna Fjórar íslenskar hugmyndir hlutu verðlaun í nýsköpunarsamkeppni sem InnoEd verkefnið stóð fyrir. Að verkefninu standa Íslendingar, Bretar, Finnar og Noregur og er markmið þess að koma á fót menntakerfi sem styður kennslufræðileg markmið nýsköpunar. 21.12.2005 11:03 Sýknað af bótakröfu starfsmanns Hæstiréttur hefur sýknað Ístak af kröfu starfsmanns fyrirtækisins sem slasaðist þegar hann féll til jarðar þar sem hann stiklaði milli gólfbita í Smáralind þegar hún var í byggingu. Varanleg örorka mannsins er metin fimmtán prósent. 21.12.2005 11:00 Íbúðalánasjóður traustur Íbúðalánasjóður nýtur trausts almennings samkvæmt nýrri skoðanakönnun IMG Gallup. 21.12.2005 10:00 Byggingastjóri greiði fyrir galla á húsi Byggingastjóri parhúss í Garðabæ var í gær dæmdur til að greiða eiganda hússins eina og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna verulegra galla sem voru á byggingu hússins. 21.12.2005 09:45 Átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot Hæstiréttur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og hylmingu með því að taka við stolinni haglabyssu, þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn til sjö mánaða óskilorðsbundins fangelsis. 21.12.2005 09:30 Hæstiréttur sýknaði ríkið Hæstiréttur sýknaði ríkið í gær af kröfu manns sem vildi að álagning iðnaðarmálagjalds á rekstur hans á árunum 2001 til 2004 yrði felld úr gildi. 21.12.2005 09:15 Hætt við uppboð á eigum Bobby Fischer Uppboð á eigum Bobby Fischer á uppboðsvefnum e-bay sem sagt var frá í fréttum NFS í síðustu viku hefur nú verið dregið til baka. Seljandinn segist reiðubúinn að afhenda Fischer eigur sínar aftur fáist einhver til að greiða flutningskostnað. 21.12.2005 09:15 Fleiri innherjamál til Fjármálaeftirlitsins Innherjamálum sem Fjármálaeftirlitið fær til skoðunar hefur fjölgað að undanförnu að því er fram kemur í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í morgun. 21.12.2005 09:00 Vélstjórar samþykktu samning Vélstjórar samþykktu kjarasamning sinn við Landhelgisgæsluna með 63 prósentum atkvæða. Tólf voru á kjörskrá og greiddu ellefu þeirra atkvæði. Sjö greiddu atkvæði með samningnum, tveir á móti og tvö atkvæði voru ógild. 21.12.2005 08:45 Misnota og misskilja notagildi öryggismyndavéla Norskur afbrotafræðingur segir öryggisverði misskilja og/eða misnota notkun eftirlitsmyndavéla, samkvæmt frétt í Aftenposten. Niðurstöða afbrotafræðingsins byggir á rannsókn á viðbrögðum öryggisvarða í verslunarmiðstöðvum. Þar segir að oft sé nóg að fólk hafi oft ekkert annað til saka unnið en að vera þreytulegt eða sjúskað til þess að því sé vísað út eða önnur afskipti höfð af þeim. Afbrotafræðingurinn segir að um gróflega mismunum sé að ræða og hvetur yfirvöld til aðgerða. 21.12.2005 08:30 Kosning um sjö undur veraldar Nú gefst heimbyggðinni kostur á að kjósa um sjö undur veraldar. Kosningin fer fram á netinu og þar er gefnir möguleikar á að kjósa á milli hinna fjölbreyttustu mannvirkja. Í boði eru kirkjur, hof og minnisvarða. Kínamúrinn er nú efstur á listanum og í öðru sæti er Patala höllin í Indlandi, í tíunda sæti er Rauða torgið í Moskvu. Kjósendum gefst einnig kostur á að benda á önnur mannvirki. Úrslit verða tilynnt í janúar 2007. 21.12.2005 07:37 Vinnuhópur um verndun hafsins Norrænu ríkisstjórnirnar hafa sett á laggirnar vinnuhóp um verndun hafsins. Vinnuhópurinn á að koma með tillögur Norðurlanda að sameiginlegri Evrópskri stefnu um verndun sjávar. Formaður nefndarinnar er Tore Riise frá norska strand- og sjávarútvegsráðuneytinu. 21.12.2005 07:00 Áfengi mælt í lofti ekki blóði 21.12.2005 06:00 Með eiturlyf í Norrænu Handteknir vegna smygls. 21.12.2005 06:00 Íslenskri konu vísað úr sænskum strætó Sjónskert íslensk kona stóð í stappi við strætisvagnsstjóra á Skáni í Svíþjóð. Lögregla vísaði henni úr vagninum þegar hún stóð á rétti sínum og neitaði að borga undir aðstoðarmann sinn. Málið vakti mikla athygli ytra um helgina. 21.12.2005 06:00 Harður árekstur í Njarðvík Harður árekstu varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekks í Njarðvík í dag. Einn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og reyndist meiðsl hans minniháttar og fékk hann að fara heim að skoðun lokinni. Bílarnir voru talsvert skemmtis og voru fjarlægðar með dráttarbifreið. 20.12.2005 23:41 Tvö umferðaróhöpp í Vestur-Húnavatnssýslu fyrr í kvöld Betur fór en á horfðist þegar ungur ökumaður velti bíl sínum í nágrenni Hvammstanga fyrr í kvöld. Bílli fór veltu en endaði á hvolfi á miðjum veginum. Ökumaðurinn, sem er nýkominn með bílpróf, var fluttur á Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga og reyndust meiðsl hans vera lítilsháttar. 20.12.2005 23:32 Ólíkar jóla- og áramótahefðir á Íslandi, Indlandi og í Ástralíu Í Ástralíu boðar það lukku að kyssa lögreglumann á áramótunum og Indverjar eru jafn flugeldaglaðir og Íslendingar. Kristnir Indverjar leggja rækt við trú sína og fjölskylduna yfir jólahátíðina á meðan Ástralir taka stefnuna á ströndina til jólahalds. 20.12.2005 23:08 Hjördís sátt Hjördís Hákonardóttir dómsstjóri er sátt við samkomulag sem náðst hefur milli hennar og Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að dómsmálaráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara í ágúst árið 2003. 20.12.2005 23:02 Borgarstjóri þiggur ekki launahækkun Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að úrskurður Kjaradóms frá í gær um hækkun launa æðstu embættismanna muni ekki ná til borgarstjórans í Reykjavík. 20.12.2005 22:36 Sjá næstu 50 fréttir
Banna skólaböll fram á næsta haust Lögregla bannar nemendum Menntaskólans við Sund að halda skólaböll fram á næsta haust vegna mikillar áfengisneyslu og óláta. Nemendur og rektor skólans eru ósáttir við ákvörðunina. 21.12.2005 20:39
Ummæli Péturs ósmekkleg Framkvæmdastjóri Alþjóðahúss segir ummæli Péturs Blöndal alþingismanns í DV í dag, þar sem hann fullyrðir að útlendingar líti á mæðrastyrksnefnd sem tekjuölfun fyrir jól, ósmekkleg. Formaður mæðrastyrksnefndar segir Pétur lifa í öðrum heimi en annað fólk og við því sé ekkert að gera. 21.12.2005 20:00
Búið að slökkva eldinn í Ísnet í Hafnarfirði Búið er að slökkva brunann í netafyrirtækinu Ísnet við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Tilkynnt var um brunann um klukkan sjö í kvöld og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Ekki er vitað um tjón að svo stöddu. 21.12.2005 19:50
Fjögurra bíla árekstur á Kringlumýrabraut við Borgartún Fjögurra bíla árekstur varð á Kringlumýrabraut við Borgartún fyrir stuttu. Ekki er vitað um meiðsl á fólki að svo stöddu. Kalla þurfti til dráttararbíla til að flytja tvo bíla burt af vettvangi. Búið er að opna fyrir umferð. 21.12.2005 19:28
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út vegna bruna í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna bruna í netafyrirtækinu Ísnet við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Tilkynnt var um eldinn fyrir um klukkan sjö í kvöld og eru slökkvibílar komnir á staðinn. 21.12.2005 19:15
KB-menn menn ársins að mati Frjálsrar verslunnar Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson hjá KB-banka hafa verið valdir menn ársins í íslensku atvinnulífi af tímaritinu Frjálsri verslun. Í fréttatilkynningu kemur fram að þeir hafi hlotið verðlaunin fyrir framúrskarandi hæfni við rekstur bankans, stækkun hans, farsælan feril, athafnasemi og frumkvöðlastarf í útrás íslenskrar bankaþjónustu og þróun íslensks fjármagnsmarkaðar. 21.12.2005 18:16
Truflun á netsambandi í nótt Búast má við truflunum á netsambandi við útlönd milli klukkan eitt í nótt til sex í fyrramálið, vegna viðhalds á Farice sæstrengnum. Verið er að auka öryggi strengsins og verður betur varinn strengur lagður á stuttum kafla í Skotlandi í nótt. Netsamband á meðan fer eftir gæðum þeirra varaleiða sem íslensku símafyrirtækin, sem verlsa við Farice, hafa að bjóða viðskiptavinum sínum. 21.12.2005 17:39
Úthlutað úr styrktarstjóði Baugs Group Á morgun, 22. desember, verður úthlutað 50 milljónum króna úr styrktarsjóði Baugs Group. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutun fer fram úr sjóðnum. 21.12.2005 16:30
Ragnhildur Helgadóttir formaður ritstjórnar bókar um sögu þingræðis Ragnhildur Helgadóttir lektor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík hefur verið skipuð formaður ritstjórnar bókar um sögu þingræðis á Íslandi. Auk hennar sitja í ritstjórn þau Helgi Skúli Kjartansson prófessor í sagnfræði og dr. Þorsteinn Magnússon stjórnmálafræðingur. 21.12.2005 15:59
Hálka víða um land Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum og hálkublettir eru víða á Suðurlandi. Sama er að segja um færð á Vesturlandi og Vestfjörðum en þar er víða hálka og hálkublettir. Á Norðurlandi eru víða hálkublettir, hálka er á Öxnadalsheiði en Lágheiði er ófær. Á Norðausturlandi er hálka, hálkublettir og éljagangur. Þá eru einnig víða hálkublettir á Austur- og Suðurlandi. 21.12.2005 15:38
Almenningur treystir íbúðarlánasjóði Almenningur treystir Íbúðalánasjóði samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar IMG Gallups sem gerð var dagana 9.-15. desember. Alls telja 84,2% svarenda Íbúðarlánasjóð traustan en einungis 3,8% aðspurðra telja sjóðinn ótraustan. 21.12.2005 15:11
Reykjavík fær langmest fé Reykjavík fær tvöfalt hærra framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga en það sveitarfélag sem fær næst mest úr sjóðnum. Framlögin sem Reykjavík fær eru að stærstum hluta vegna greiðslu húsaleigubóta. 21.12.2005 15:02
Nærri ellefu milljónir Íraka kusu í þingkosningunum Kjörsókn í þingkosningunum í Írak í síðustu viku var sjötíu prósent. Um hádegið í dag tilkynnti kjörstjórn í Írak að nærri ellefu milljónir manna hefðu kosið í þingkosningunum. 21.12.2005 14:53
Ný umferðarljós í Grafarvogi auðvelda aðkomu gesta að Gufuneskirkjugarði Ný umferðarljóst hafa verið sett upp á gatnamótum Víkurvegar og Gagnvegar í Grafarvogi en þau munu auðvelda mjög aðkomu gesta að Gufuneskirkjugarði. Ljósin verða tekin í notkun klukkan tvö á morgun en fram að opnun verða ljósin látin blikka gulu og gildir þá biðskylda á Gagnvegi inn á víkurveg. Umferðaljósin verða umferðarstýrð að hluta til þegar þau verða komin í notkun. 21.12.2005 14:52
SÍF selur sinn hlut í Icebrit Ltd SÍF hf. hefur selt 40% eignarhlut sinn í sölufyrirtækinu Icebrit Ltd. í Bretlandi. Kaupandi er Páll Sveinsson og fjölskylda sem fyrir voru eigendur að 60% að félaginu. Söluverð er trúnaðarmál. 21.12.2005 14:15
Sala á Þorláksmessu til styrktar Palestínu Líkt og í fyrra verður Félagið Ísland-Palestína með sölu á bolum, palestínskum kafía klútum, nælum og disknum Frjáls Palestína til styrktar stríðshrjáðum í Palestínu í miðbænum á Þorláksmessu. 21.12.2005 14:06
Refsingu frestað í skjalafalsmáli Kona á fimmtugsaldri var fundin sek fyrir skjalafals í Héraðdsómi Reykjaness í dag. Hafði hún falsað tvo lyfseðla, breytt ávísuðu magni á báðum seðlunum og breytt öðrum úr einnota lyfseðil í fjölnota. Hún játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og var tekið tillit til þess og einnig framlagðra sjúkraskýrslna. Refsingu var frestað haldi konan almennt skilorð í tvö ár. 21.12.2005 13:50
Samningar um yfirtöku Landsnets á flutningsvirkjum Samningar um yfirtöku Landsnets á flutningsvirkjum Landsvirkjunnar, Orkubús Vestfjarða og Rafmagnsveitna ríkisins. Samtals greiðir Landsnet hf. um 26 milljarða króna fyrir flutningsformin 21.12.2005 12:58
Tindafjöll sýknað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Tindafjöll ehf. af skaðabótakröfu. Hérðasdómur Reykjavíkur komst að því í morgun að málið væri fyrnt og sýknaði því Tindafjöll af skaðabótakröfunni. 21.12.2005 12:16
Leysa ekki vanda með skemmtanabanni Foreldrar, lögregla og skólayfirvöld verða að bregðast við drykkju unglinga en vandamál henni tengd verða ekki leyst með því að banna skemmtanahöld nemenda segir rektor Menntaskólans við Sund. Lögreglan í Reykjavík hefur bannað skemmtanahald nemenda skólans fram á vor vegna drykkjuláta og uppákoma á síðustu tveimur böllum skólans. 21.12.2005 12:00
Þrír sækjast eftir stöðu sýslumanns á Hólmavík Þrír sækjast eftir stöðu sýslumanns á Hólmavík. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. janúar 2006 21.12.2005 11:55
Stúlka slasast illa á hönd Stúlka slasaðist illa á handarbaki þegar hún festi höndina í roðvél í fiskvinnslunni í Keflavík í morgun. Að sögn lögreglunnar á staðnum er óljóst hversu illa útleikin höndin er en töluvert af handarbakinu flettist af. Stúlkan var flutt með sjúkrabíl á Landsspítalann Háskólasjúkrahús í Fossvogi og að sögn læknis lögð inn á lýtarlækningardeild. 21.12.2005 11:50
Skráningartímabil fyrir Avion Group hefst á morgun. Á morgun hefst skráningartímabil fyrir hlutafé í Avion Group. Markaðsvirði útboðsins verður 6 milljarðir króna. Boðnir verða út 157 til 175 milljónir hluta og verður verð á hlut á bilinu 34,3 til 38,3. Einungis fagfjárfestum er heimilað að taka þátt og er lágmarksfjárhæðin 5 milljónir króna að markaðsvirði. 21.12.2005 11:45
Bilun í heitavatnsæð síðdegis í gær Bilun varð í heitavatnsæð við dælustöð í Stekkjabakka síðdegis í gær. Unnið var að viðgerð í gærkvöldi og nótt til að valda sem minnstum óþægindum. 21.12.2005 11:30
Síðasti dagurinn til að senda jólakortin Íslendingar eyða um það bil þrjú hundruð og fjörtíu milljónum króna í jólakort og sendingarkostnað um þessi jól. Það jafngildir því að sérhvert mannsbarn á Íslandi eyði um það bil eitt þúsund fimmtíu og sjö krónum í þessa gömlu hefð. 21.12.2005 11:15
Ungir hugvitsmenn vinna til verðlauna Fjórar íslenskar hugmyndir hlutu verðlaun í nýsköpunarsamkeppni sem InnoEd verkefnið stóð fyrir. Að verkefninu standa Íslendingar, Bretar, Finnar og Noregur og er markmið þess að koma á fót menntakerfi sem styður kennslufræðileg markmið nýsköpunar. 21.12.2005 11:03
Sýknað af bótakröfu starfsmanns Hæstiréttur hefur sýknað Ístak af kröfu starfsmanns fyrirtækisins sem slasaðist þegar hann féll til jarðar þar sem hann stiklaði milli gólfbita í Smáralind þegar hún var í byggingu. Varanleg örorka mannsins er metin fimmtán prósent. 21.12.2005 11:00
Íbúðalánasjóður traustur Íbúðalánasjóður nýtur trausts almennings samkvæmt nýrri skoðanakönnun IMG Gallup. 21.12.2005 10:00
Byggingastjóri greiði fyrir galla á húsi Byggingastjóri parhúss í Garðabæ var í gær dæmdur til að greiða eiganda hússins eina og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna verulegra galla sem voru á byggingu hússins. 21.12.2005 09:45
Átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot Hæstiréttur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og hylmingu með því að taka við stolinni haglabyssu, þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn til sjö mánaða óskilorðsbundins fangelsis. 21.12.2005 09:30
Hæstiréttur sýknaði ríkið Hæstiréttur sýknaði ríkið í gær af kröfu manns sem vildi að álagning iðnaðarmálagjalds á rekstur hans á árunum 2001 til 2004 yrði felld úr gildi. 21.12.2005 09:15
Hætt við uppboð á eigum Bobby Fischer Uppboð á eigum Bobby Fischer á uppboðsvefnum e-bay sem sagt var frá í fréttum NFS í síðustu viku hefur nú verið dregið til baka. Seljandinn segist reiðubúinn að afhenda Fischer eigur sínar aftur fáist einhver til að greiða flutningskostnað. 21.12.2005 09:15
Fleiri innherjamál til Fjármálaeftirlitsins Innherjamálum sem Fjármálaeftirlitið fær til skoðunar hefur fjölgað að undanförnu að því er fram kemur í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í morgun. 21.12.2005 09:00
Vélstjórar samþykktu samning Vélstjórar samþykktu kjarasamning sinn við Landhelgisgæsluna með 63 prósentum atkvæða. Tólf voru á kjörskrá og greiddu ellefu þeirra atkvæði. Sjö greiddu atkvæði með samningnum, tveir á móti og tvö atkvæði voru ógild. 21.12.2005 08:45
Misnota og misskilja notagildi öryggismyndavéla Norskur afbrotafræðingur segir öryggisverði misskilja og/eða misnota notkun eftirlitsmyndavéla, samkvæmt frétt í Aftenposten. Niðurstöða afbrotafræðingsins byggir á rannsókn á viðbrögðum öryggisvarða í verslunarmiðstöðvum. Þar segir að oft sé nóg að fólk hafi oft ekkert annað til saka unnið en að vera þreytulegt eða sjúskað til þess að því sé vísað út eða önnur afskipti höfð af þeim. Afbrotafræðingurinn segir að um gróflega mismunum sé að ræða og hvetur yfirvöld til aðgerða. 21.12.2005 08:30
Kosning um sjö undur veraldar Nú gefst heimbyggðinni kostur á að kjósa um sjö undur veraldar. Kosningin fer fram á netinu og þar er gefnir möguleikar á að kjósa á milli hinna fjölbreyttustu mannvirkja. Í boði eru kirkjur, hof og minnisvarða. Kínamúrinn er nú efstur á listanum og í öðru sæti er Patala höllin í Indlandi, í tíunda sæti er Rauða torgið í Moskvu. Kjósendum gefst einnig kostur á að benda á önnur mannvirki. Úrslit verða tilynnt í janúar 2007. 21.12.2005 07:37
Vinnuhópur um verndun hafsins Norrænu ríkisstjórnirnar hafa sett á laggirnar vinnuhóp um verndun hafsins. Vinnuhópurinn á að koma með tillögur Norðurlanda að sameiginlegri Evrópskri stefnu um verndun sjávar. Formaður nefndarinnar er Tore Riise frá norska strand- og sjávarútvegsráðuneytinu. 21.12.2005 07:00
Íslenskri konu vísað úr sænskum strætó Sjónskert íslensk kona stóð í stappi við strætisvagnsstjóra á Skáni í Svíþjóð. Lögregla vísaði henni úr vagninum þegar hún stóð á rétti sínum og neitaði að borga undir aðstoðarmann sinn. Málið vakti mikla athygli ytra um helgina. 21.12.2005 06:00
Harður árekstur í Njarðvík Harður árekstu varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekks í Njarðvík í dag. Einn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og reyndist meiðsl hans minniháttar og fékk hann að fara heim að skoðun lokinni. Bílarnir voru talsvert skemmtis og voru fjarlægðar með dráttarbifreið. 20.12.2005 23:41
Tvö umferðaróhöpp í Vestur-Húnavatnssýslu fyrr í kvöld Betur fór en á horfðist þegar ungur ökumaður velti bíl sínum í nágrenni Hvammstanga fyrr í kvöld. Bílli fór veltu en endaði á hvolfi á miðjum veginum. Ökumaðurinn, sem er nýkominn með bílpróf, var fluttur á Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga og reyndust meiðsl hans vera lítilsháttar. 20.12.2005 23:32
Ólíkar jóla- og áramótahefðir á Íslandi, Indlandi og í Ástralíu Í Ástralíu boðar það lukku að kyssa lögreglumann á áramótunum og Indverjar eru jafn flugeldaglaðir og Íslendingar. Kristnir Indverjar leggja rækt við trú sína og fjölskylduna yfir jólahátíðina á meðan Ástralir taka stefnuna á ströndina til jólahalds. 20.12.2005 23:08
Hjördís sátt Hjördís Hákonardóttir dómsstjóri er sátt við samkomulag sem náðst hefur milli hennar og Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að dómsmálaráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara í ágúst árið 2003. 20.12.2005 23:02
Borgarstjóri þiggur ekki launahækkun Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að úrskurður Kjaradóms frá í gær um hækkun launa æðstu embættismanna muni ekki ná til borgarstjórans í Reykjavík. 20.12.2005 22:36