Innlent

Leysa ekki vanda með skemmtanabanni

Foreldrar, lögregla og skólayfirvöld verða að bregðast við drykkju unglinga en vandamál henni tengd verða ekki leyst með því að banna skemmtanahöld nemenda segir rektor Menntaskólans við Sund. Lögreglan í Reykjavík hefur bannað skemmtanahald nemenda skólans fram á vor vegna drykkjuláta og uppákoma á síðustu tveimur böllum skólans.

Már Vilhjálmsson rektor undrast þau viðbrögð og segir að unglingar hætti ekki að skemmta sér og drekka áfengi við það að lögregla banni skemmtanir þeirra. Betra sé að bregðast við með öðrum hætti og það hafi verið gert eftir síðasta ball og ólátabelgir meðal annars settir í bann frá dansleikjum skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×