Innlent

Áfengi mælt í lofti ekki blóði

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Vísir/Pjetur
Maður á þrítugsaldri hefur verið sýknaður af ölvunar­ak­stur­sákæru vegna misræmis þegar kemur að því hvort áfengi er mælt í útöndunar­lofti eða blóði.

Í dóminum, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær, segir að fullt til­efni sé til að endur­skoða verklagsreglur við endanleg­an út­reikn­ing á áfengis­magni.

"Óvið­un­andi er að þegar áfengis­magn mæl­ist við van­hæfis­mörk, þá séu meiri lík­ur á því að öku­mað­ur sé bet­ur sett­ur ef alkó­hól­magn hef­ur ver­ið mælt í blóði heldur en ef það hefði ver­ið mælt í út­önd­unar­lofti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×