Innlent

Tindafjöll sýknað

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Tindafjöll ehf. af skaðabótakröfu. Hérðasdómur Reykjavíkur komst að því í morgun að málið væri fyrnt og sýknaði því Tindafjöll af skaðabótakröfunni.

Málsatvik voru þau að stefnandi fór í flúðasiglingu sem Tindafjöll stóð fyrir niður Skaftá í ágúst 2001. Þar hvolfdi bátnum sem hann var í og við það slasaðist stefnandi sig og hefur síðan verið úrskurðaður með 8% varanlega örorku. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að skaðabótaábyrgð stefnda fari samkvæmt 137. grein siglingalaga þar sem kveðið er á um að farsala sé skylt að bæta tjón sem rekja megi til yfirsjónar eða vanrækslu hans en samkvæmt siglingarlögum fyrnist sú skaðabótaskylda á tveimur árum. Á þeim grundvelli er Tindastóll ehf. sýkn saka og stefnandi skal greiða stefnda 400.000 krónur í málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×