Innlent

Bilun í heitavatnsæð síðdegis í gær

Bilun varð í heitavatnsæð við dælustöð í Stekkjabakka síðdegis í gær. Unnið var að viðgerð í gærkvöldi og nótt til að valda sem minnstum óþægindum.

Til að komast að skemmdunum þurfti að tæma vatnslögnina. Lokað var á vatn frá Vesturbergi að Stekkjarbakka og á annað hundruð tonn af vatni tæmt úr lögninni. Aðstæður voru erfiðar og lauk viðgerðum ekki fyrr en undir morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×