Innlent

Refsingu frestað í skjalafalsmáli

Kona á fimmtugsaldri var fundin sek fyrir skjalafals í Héraðdsómi Reykjaness í dag. Hafði hún falsað tvo lyfseðla, breytt ávísuðu magni á báðum seðlunum og breytt öðrum úr einnota lyfseðil í fjölnota. Hún játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og var tekið tillit til þess og einnig framlagðra sjúkraskýrslna. Refsingu var frestað haldi konan almennt skilorð í tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×