Innlent

Átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og hylmingu með því að taka við stolinni haglabyssu, þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir.Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn til sjö mánaða óskilorðsbundins fangelsis.

Einn dómari, Jón Steinar Gunnlaugsson, taldi dómara ekki hafa leiðbeint manninum, sem hafnaði verjanda, nægjanlega við þinghald í héraðsdómi og vildi því vísa málinu aftur til héraðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×