Innlent

Sala á Þorláksmessu til styrktar Palestínu

Félagið Ísland-Palestína safnar fyrir stríðshrjáða í Palestínu
Félagið Ísland-Palestína safnar fyrir stríðshrjáða í Palestínu
Líkt og í fyrra verður Félagið Ísland-Palestína með sölu á bolum, palestínskum kafía klútum, nælum og disknum Frjáls Palestína til styrktar stríðshrjáðum í Palestínu í miðbænum á Þorláksmessu. Salan verður á horni Bankastrætis og Laugavegar, fyrir framan verslun Nakta apans, Bankastræti 14 frá klukkan 16.00 til 23.00. Með sölunni heldur söfnunarátak félagsins til handa öryrkjum í Palestínu áfram, en það hófst 29. nóvember sl. Hluti af ágóðanum rennur einnig til æskulýðsverkefna í flóttamannabúðunum Balata á Vesturbakkanum en þegar hafa safnast rúmar 300 þúsund krónur.

Borgþór S. Kjærnested varaformaður Félagsins Ísland-Palestína afhendir Ziad Amro, formanni Öryrkjabandalags Palestínu, söfnunarféð á jóladag í Ramallah.

Hægt að leggja málefninu lið með framlagi á bankareikning 542-26-6990, kt, 520188-1349, merkt öryrkjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×