Fleiri fréttir Þriggja bíla árekstur við Smáralind Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut í nágrenni Smáralindar fyrr í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. Svo virðist sem meiðsl þeirra séu lítilsháttar en verið er að rannsaka hugsanlega áverka. 20.12.2005 17:17 Vetnisrafall tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kveiktu á vetnisrafali við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í dag. Rekstur rafalsins er hluti af tilraunaverkefni verkfræðideildar Bandaríkjahers með vetni sem varaafl. 20.12.2005 17:00 Forseti Íslands heimsótti Fjölskylduhjálpina Forseti Íslands kom í opinbera heimsókn í bækistöðvar Fjölskylduhjálpar Íslands í dag. Það kom honum á óvart hversu margir leita til fjölskylduhjálparinnar allan ársins hring. Hann sagði einnig augljóst að þrátt fyrir að flestir ynnu fulla vinnu næðu margir ekki endum saman. 20.12.2005 17:00 Geti kennt sjálfum sér um að vera lítið á sviðinu Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins í borginni hafa lítið verið á sviðinu og það er þeim sjálfum að kenna, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, en ný skoðanakönnun sýnir að fylgi flokksins í borginni mælist nú 55,7 prósent. Borgarstjóri á von á að kannanir í febrúar gefi skýrari mynd af stöðu floikkanna. 20.12.2005 16:45 Hálka og hálkublettir víða um land Hálka og hálkublettir eru víða um land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni frá því um klukkan þrjú í dag. Hálka er á Hellisheiði og víðar á Suðurlandi, ásamt hálkublettum. Í Þrengslum er éljagangur og snjóþekja og þá er einnig snjóþekja og hálka víða á Vesturlandi. Éljagangur er í Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði. 20.12.2005 16:29 Íslendingar eru á faraldsfæti um þessar mundir. Tólf til þrettán hundruð manns fer í gegnum Reykjavíkurflugvöll daglega þessa síðustu viku fyrir jól og hefur Flugfélag Íslands aukið flug til Egilsstaða og Akureyrar vegna þessa. 20.12.2005 16:00 Reykjavíkurborg tekur þátt í herferð gegn dauðarefsingum Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að taka þátt í baráttunni gegn dauðarefsingum með því að gerast aðili að herferðinni "Lífsborg -gegn dauðarefsingum". Tæplega 400 borgir víða um heim hafa gerst aðilar að herferðinni. Reykjavíkurborg vill leggja baráttunni gegn dauðarefsingum lið, þar sem um mikilvæga mannréttindabaráttu sé að ræða. 20.12.2005 15:47 Aðeins einn umsækjandi um stöðu sóknarprests í Hallgrímskirkju Annar umsækjenda um embætti sóknarprests í Hallgrímskirkjuprestakalli dró umsókn sína til baka í morgun. Tveir umsækjendur sóttu upphaflega um stöðuna en sr. Jón Dalbú Hróbjartsson er því eini umsækjandinn um stöðuna. 20.12.2005 15:45 Margar jólabækur að seljast upp Jólabókaflóðið stendur nú sem hæst. Það hefur aldrei verið straumharðara eða dýpra. Margar bækur eru að seljast upp og nú fer hver að verða síðastur að ná síðustu eintökin af metsölubókum þessara jóla. 20.12.2005 15:30 Þrefalt meiri líkur á veltu eða útaf akstri í jeppa en fólksbíl Þrefalt meiri líkur eru á að ökumaður velti eða keyri jeppa út af en fólksbíl samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Landsbjörg gerði. 20.12.2005 15:09 Dr. Þorsteinn Magnússon skipaður í ritnefnd í stað Þorsteins Pálssonar Forseti Alþingis hefur ákveðið að dr. Þorsteinn Magnússon stjórnmálafræðingur, forstöðumaður á skrifstofu Alþingis, verði skipaður í ritnefnd til að skrifa sögu þingræðisins á Íslandi. 20.12.2005 15:01 Hamborgarhryggur á Suðurnesjum en hangikjöt á Ströndum Suðurnesjamenn vilja hamborgarhrygg í jólamatinn en líta nánast ekki við rjúpu á sama tíma og rjúpan hefur ýtt hamborgarhryggnum út af jólaborði Mývetninga eftir að veiðibanninu lauk og hangikjöt heldur velli norður á Ströndum. 20.12.2005 13:30 Örnólfur Thorsson skipaður forsetaritari Örnólfur Thorsson hefur verið skipaður í starf forsetaritara í stað Stefáns Lárusar Stefánssonar sem lætur af störfum um áramót og hverfur á ný til starfa á vettvangi utanríkisráðuneytisins. Örnólfur var ráðinn sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 1999 og hefur verið skrifstofustjóri frá 2003. 20.12.2005 13:15 Útlit fyrir að hægi á vexti einkaneyslunnar Þrátt fyrir talsvert meiri veltu í dagvöruverslun í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra, eru vísbendingar um að farið sé að hægja á vexti einkaneyslunnar, samkvæmt mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar. 20.12.2005 13:00 Viðbúnaður á Kastrup vegna lendingar vélar frá Iceland Express Viðbúnaður var við lendingu vélar Iceland Express á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn laust fyrir hádegi í dag. Ástæðan var sú að merki í stjórnborði vélarinnar gaf til að nefhjól vélarinn hefði ekki farið niður. Flugmenn vélarinnar settu því hjólið handvirkt niður og gekk það vandræðalaust. Farþegar vélarinnar fengu upplýsingar um gang mála jafnóðum og að lendingu lokinni var þeim boðin aðstoð eftir þörfum. Tæknimenn SAS eru að fara yfir búnað vélarinnar. Engin seinkun varð á lendingunni en búist er við einhverri töf á brottför frá Kaupmannahöfn í dag þar sem kalla þarf inn nýja vél. 20.12.2005 12:54 Magnús kaupir P. Samúelsson í dag Toyota-umboðið á Íslandi skipti um eigendur í dag. Magnús Kristinsson útgerðarmaður kaupir P. Samúelsson hf. og var skrifað undir samninga nú fyrir hádegi. 20.12.2005 12:45 Þrefalt meiri líkur eru á að ökumaður velti eða keyri jeppa út af en fólksbíl. Þrefalt meiri líkur eru á að ökumaður velti eða keyri jeppa út af en fólksbíl. 20.12.2005 12:36 Þorsteinn hættir við að rita sögu þingræðis Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sendiherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hætt við að rita sögu þingræðisins. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu. 20.12.2005 12:32 Ríkisstjórnin skipar nýja fjölmiðlanefnd Ríkisstjórnin ákvað í morgun að skipa nýja fjölmiðlanefnd til að leggja grunninn að nýju frumvarpi um íslenska fjölmiðla. Nefndin verður skipuð sjö manneskjum úr öllum stjórnmálaflokkum. 20.12.2005 12:15 Sjálfstæðiflokkurinn með mikinn meirihluta samkvæmt könnun Sjálfstæðisflokkurinn er með mikinn meirihluta í Reykjavík samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Gallup. Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni en um þrjátíu prósent borgarbúa treysta Birni Inga Hrafnssyni, sem stefnir á efsta sæti á lista framsóknarmanna, til að gegna starfi borgarstjóra. 20.12.2005 12:05 Sambönd iðnaðarmanna á Norðurlöndum sameinast Eitt norrænt iðnaðarmannasamband verður til um áramótin en þá sameinast Samband málmiðnaðarmanna og Samband starfsfólks í efna-, pappírs- og textíliðnaði. Samkvæmt frétt á heimasíðu Samiðnar verða félagsmenn yfir 1,2 milljónir í 22 samböndum. 20.12.2005 11:00 Ríflega helmingur Suðurnesjamanna hefur hamborgarhrygg Rösklega helmingur Suðurnesjamanna, eða 55 prósent, ætlar að hafa hamborgarhrygg í jólamatinn, samkvæmt skoðanakönnun Víkurfrétta. Næst kemur kalkún, en fimm prósent ætla að hafa hann, fjögur prósent rjúpu, tvö prósent önd en rúmlega þirðjungur er enn óákveðinn. 20.12.2005 10:30 Bandarísk tollyfirvöld vara við ólöglegum Tamiflu innflutningi Bandarísk yfirvöld lögðu í gær hald á póstsendingu sem innihélt fimmtíu ólöglega skammta af flensulyfinu Tamiflu. Lyfið er einkaleyfisskylt og framleitt af lyfjarisanum Roche og því ólöglegt að framleiða og selja lyfið. Ólöglegur innflutningur Tamiflu, sem talið er lækna fuglaflensu, er sístækkandi vandamál í Bandaríkjunum. Bandarísk tollayfirvöld segja lyfið vera pantað í gegnum internetið frá Asíu og að oftast sé aðeins um lyfleysu að ræða. Yfirvöld segja þessa hömstrun hættulega og vara við kaupum á lyfinu í gegnum internetið. 20.12.2005 09:45 Hærra gjald fyrir reykingafólk í dönskum lestum Reykingafólk sóðar út segir danska járnbrautafyrirtækið DSB. Af þeim sökum hafa fargjöld reykingafólks verið hækkuð um helming á við það sem reyklausir borga. Einnig mun reyksætum fækka í lestunum og sumar lestir verða alveg reyklfríar. Er þetta gert vegna þess að þrif eftir reykingafólk kostar milljónir króna á ári hverju og einnig af tillitssemi við reyklausa. Gjaldhækkunin tekur gildi um áramót. 20.12.2005 09:30 Launavísitala hækkaði um 0,6 prósent í nóvember Launavísitala var 272,3 stig í síðasta mánuði og hækkaði um 0,6 prósent frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3 prósent. 20.12.2005 09:28 Dökkt súkkulaði meinhollt fyrir hjartað Nú geta súkkulaðifíklar tekið gleði sína því svissneskir vísindamenn hafa fært sönnur fyrir því að súkkulaðiát geti komið í veg hjartaáfall. Vísindamenn í Zurich rannsökuðu hóp reykingamanna með stíflaðar kransæðar. 20.12.2005 09:15 Grjóthrun á þjóðveginn í Hvalnesskriðum Grjót hrundi niður á þjóðveginn í Hvalnesskriðum á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs á fjórða tímanum í nótt og áttu flutningabílar í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar. Vegurinn var þó jeppafær. 20.12.2005 09:00 Fartölvum stolið á tveimur stöðum Þjófar brutust inn í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í gærkvöldi og stálu þaðan meðal annars nýrri fartölvu. Þá barst tilkynning um innbrot í tölvuverslun við Suðurlandsbraut á fimmta tímanum í nótt. Þar náðu þjófar að stela þremur nýjum fartölvum og komast undan áður en lögregla kom á vettvang. 20.12.2005 08:45 Jafnt kynjahlutfall á framboðslista sjálfstæðismanna Jafnt hlutfall er á milli karla og kvenna á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, en fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í borginni gekk frá listanum í gær. Í efstu tíu sætum eru fimm karlar og fimm konur. 20.12.2005 08:30 Ekið á hross á Eyrarbakkavegi í nótt Maður ók bíl sínum á hross á Eyrarbakkavegi í myrkri og hálku í nótt og meiddist hesturinn svo mikið að lögregla aflífaði hann á staðnum. Fleiri hestar höfðu sloppið út úr girðingu og hafði bóndinn orðið þess var og var að leita að þeim þegar slysið varð. Bíllinn stórskemmdist og var óökufær eftir. 20.12.2005 08:00 Sex slösuðust í þremur umferðarslysum Sex voru fluttir á sjúkrahús eftir þrjú umferðarslys í gærkvöldi en engin meiddist lífshættulega. Fyrst þrír eftir harðan árekstur á Akureyri undir kvöld, aíðan tveir eftir harðan árekstur í Hafnarfirði á níunda tímanum og skömmu síðar einn eftir að bíll valt á Þorlákshafnarvegi. 20.12.2005 07:30 Falsaði lyfseðla og rauf skilorð Maður sem framvísaði fölsuðum lyfseðli í verslun Lyfju við Smáratorg í Kópavogi í vor var í gær dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Dómurinn er skilorðsbundinn í tvö ár. Með broti sínu nú rauf maðurinn skilorð fyrri dóms, en þá var hann dæmdur fyrir að hafa brotist inn í átta bíla og stolið úr þremur þeirra. 20.12.2005 06:45 Félagsmálaráðherra segir það aldrei hafa hvarflað að sér af segja af sér embætti Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir aldrei hafa hvarflað að sér að segja af sér embætti vegna hæstaréttardóms í máli fyrrverandi jafnréttisstýru. Þingflokkur Framsóknarflokksins kom saman til fundar í dag og ræddi í fyrsta sinn málið og viðbrögð ráðherrans. Fundurinn tók þó enga afstöðu. Hvorki var lýst yfir stuðningi eða vantrausti á ráðherra. 19.12.2005 22:24 Langstærsta verkefni austfirskra verktaka Tugir manna þramma nú um fjöll og firnindi Austfjarða. Þetta eru þó ekki jólasveinar heldur starfsmenn Héraðsverks að steypa undirstöður háspennulínu vegna álversins í Reyðarfirði. Þetta er langstærsta verkefni sem austfirskur verktaki hefur tekið að sér. 19.12.2005 22:04 Erlendar og íslenskar jólahefðir blandast á mörgum heimilum á Íslandi um jólin Pólskir krakkar fá sælgæti í jólapakkanna og í Venesúela eru jólagjafirnar opnaðar á jóladag. Þessar hefðir eru meðal þeirra erlendu jólahefða sem blandast þeim íslensku þegar jólin ganga í garð. 19.12.2005 21:49 Náttúruverndarsinnar vilja vekja fólk til umhugsunar um náttúru landsins Tónlistar- og hugvekjustundin "Ljós í myrkri" verður haldin í Hallgrímskirkju við vetrarsólstöður næstkomandi miðvikudagskvöld. Náttúruvaktin skipuleggur atburðinn sem haldinn er til stuðnings íslenskri náttúru. 19.12.2005 21:41 Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir árekstur tveggja fólksbíla á Reykjavíkurvegi klukkan hálf níu í kvöld, meiðsl þeirra eru þó ekki alvarleg. Bílarnir tveir lentu saman á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði á móts við Stakkahraun og valt annar bíllinn. Að sögn slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu, sem kvatt var á vettvang, var rigning og dimmt þegar slysið átti sér stað. 19.12.2005 21:34 Actavis eitt af fimm stærstu samheitafyrirtækjum heims Actavis er orðið eitt af fimm stærstu samheitalyfjafyrirtækjum heims eftir að fyrirtækið gekk frá kaupum á Alpharma lyfjafyrirtækinu. Actavis Group tilkynnti í dag að kaupum á samheitalyfjastarfsemi alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Alpharma væri formlega lokið. 19.12.2005 21:25 Stálpípuverksmiðja enn á bið Fulltrúar bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ hafa afturkallað lóðarúthlutun til Stálpípufyrirtækisins International Pipe and Tubing, sem hugðist reisa stálpípuverksmiðju á lóð í Helguvík. Ástæðan er árangurslaus tilraun fyrirtækisins til að fjármagna verksmiðjuna. Bæjaryfirvöld vonast þó til að lóðin verði nýtt undir annars konar málmframleiðslu eins og til dæmis álver. 19.12.2005 21:07 Hugsanlega um lögbrot að ræða Fyrrverandi framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri segir eigendur félagsins ekki hafa gert tilraun til að bjarga því frá gjaldþroti. Hann telur margt óljóst varðandi eignatilfærslur frá Slippstöðinni skömmu fyrir gjaldþrot félagsins og segir hugsanlegt að lög hafi verið brotin. 19.12.2005 20:55 Líkur á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu jukust í dag Líkurnar á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu jukust skyndilega í dag. En undanfarna tvo áratugi hefur aðeins verið frost í Reykjavík á aðfangadag og jóladag í helmingi tilvika. Hitinn hefur verið allt upp í átta stig. Haukur Holm horfði um öxl til jólaveðurs í dag. 19.12.2005 20:28 Engin tímamót Formenn Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna segja samkomulagið á ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem lauk í Hong Kong í gær hvorki marka tímamót hér á landi né erlendis. Samþykkt var að fella niður útflutningsstyrki fyrir búvörur fyrir árið 2013 en þeir voru afnumdir hérlendis árið 1990. Þá hefur Ísland þegar fellt niður tolla og kvóta á fjölmörgum vörum frá fátækustu ríkjunum. 19.12.2005 20:22 Staðgreiðsluprósentan lækkar um áramótin Staðgreiðsluprósentan lækkar um 1,01% nú um áramótin. Samtímis fellur niður bæði hátekjuskattur og eignaskattur en brottfall eignaskatts markar söguleg tímamót því hann hefur verið við lýði hérlendis frá því á 11. öld. 19.12.2005 20:20 Fjárfest í bönkum í Noregi fyrir 40 milljarða króna á rúmu ári Íslandsbanki hefur fjárfest í bönkum í Noregi fyrir 40 milljarða króna á rúmu ári. Þetta kom fram á blaðamannafundi bankans í Sendiráði Íslands í Osló í liðinni viku. 19.12.2005 20:00 Jóhannes í Bónus hlýtur verðlaun ísfirsku alþýðunnar Jóhannes Jónsson sem kenndur er við Bónus hefur hlotið verðlaun ísfirsku alþýðunnar fyrstur manna, að því fram kemur á vef Bæjarins besta. Til verðlaunanna var stofnað í haust á ársafmæli Heimastjórnarhátíðar alþýðunnar á Ísafirði. 19.12.2005 18:43 Sjá næstu 50 fréttir
Þriggja bíla árekstur við Smáralind Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut í nágrenni Smáralindar fyrr í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. Svo virðist sem meiðsl þeirra séu lítilsháttar en verið er að rannsaka hugsanlega áverka. 20.12.2005 17:17
Vetnisrafall tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kveiktu á vetnisrafali við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í dag. Rekstur rafalsins er hluti af tilraunaverkefni verkfræðideildar Bandaríkjahers með vetni sem varaafl. 20.12.2005 17:00
Forseti Íslands heimsótti Fjölskylduhjálpina Forseti Íslands kom í opinbera heimsókn í bækistöðvar Fjölskylduhjálpar Íslands í dag. Það kom honum á óvart hversu margir leita til fjölskylduhjálparinnar allan ársins hring. Hann sagði einnig augljóst að þrátt fyrir að flestir ynnu fulla vinnu næðu margir ekki endum saman. 20.12.2005 17:00
Geti kennt sjálfum sér um að vera lítið á sviðinu Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins í borginni hafa lítið verið á sviðinu og það er þeim sjálfum að kenna, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, en ný skoðanakönnun sýnir að fylgi flokksins í borginni mælist nú 55,7 prósent. Borgarstjóri á von á að kannanir í febrúar gefi skýrari mynd af stöðu floikkanna. 20.12.2005 16:45
Hálka og hálkublettir víða um land Hálka og hálkublettir eru víða um land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni frá því um klukkan þrjú í dag. Hálka er á Hellisheiði og víðar á Suðurlandi, ásamt hálkublettum. Í Þrengslum er éljagangur og snjóþekja og þá er einnig snjóþekja og hálka víða á Vesturlandi. Éljagangur er í Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði. 20.12.2005 16:29
Íslendingar eru á faraldsfæti um þessar mundir. Tólf til þrettán hundruð manns fer í gegnum Reykjavíkurflugvöll daglega þessa síðustu viku fyrir jól og hefur Flugfélag Íslands aukið flug til Egilsstaða og Akureyrar vegna þessa. 20.12.2005 16:00
Reykjavíkurborg tekur þátt í herferð gegn dauðarefsingum Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að taka þátt í baráttunni gegn dauðarefsingum með því að gerast aðili að herferðinni "Lífsborg -gegn dauðarefsingum". Tæplega 400 borgir víða um heim hafa gerst aðilar að herferðinni. Reykjavíkurborg vill leggja baráttunni gegn dauðarefsingum lið, þar sem um mikilvæga mannréttindabaráttu sé að ræða. 20.12.2005 15:47
Aðeins einn umsækjandi um stöðu sóknarprests í Hallgrímskirkju Annar umsækjenda um embætti sóknarprests í Hallgrímskirkjuprestakalli dró umsókn sína til baka í morgun. Tveir umsækjendur sóttu upphaflega um stöðuna en sr. Jón Dalbú Hróbjartsson er því eini umsækjandinn um stöðuna. 20.12.2005 15:45
Margar jólabækur að seljast upp Jólabókaflóðið stendur nú sem hæst. Það hefur aldrei verið straumharðara eða dýpra. Margar bækur eru að seljast upp og nú fer hver að verða síðastur að ná síðustu eintökin af metsölubókum þessara jóla. 20.12.2005 15:30
Þrefalt meiri líkur á veltu eða útaf akstri í jeppa en fólksbíl Þrefalt meiri líkur eru á að ökumaður velti eða keyri jeppa út af en fólksbíl samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Landsbjörg gerði. 20.12.2005 15:09
Dr. Þorsteinn Magnússon skipaður í ritnefnd í stað Þorsteins Pálssonar Forseti Alþingis hefur ákveðið að dr. Þorsteinn Magnússon stjórnmálafræðingur, forstöðumaður á skrifstofu Alþingis, verði skipaður í ritnefnd til að skrifa sögu þingræðisins á Íslandi. 20.12.2005 15:01
Hamborgarhryggur á Suðurnesjum en hangikjöt á Ströndum Suðurnesjamenn vilja hamborgarhrygg í jólamatinn en líta nánast ekki við rjúpu á sama tíma og rjúpan hefur ýtt hamborgarhryggnum út af jólaborði Mývetninga eftir að veiðibanninu lauk og hangikjöt heldur velli norður á Ströndum. 20.12.2005 13:30
Örnólfur Thorsson skipaður forsetaritari Örnólfur Thorsson hefur verið skipaður í starf forsetaritara í stað Stefáns Lárusar Stefánssonar sem lætur af störfum um áramót og hverfur á ný til starfa á vettvangi utanríkisráðuneytisins. Örnólfur var ráðinn sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 1999 og hefur verið skrifstofustjóri frá 2003. 20.12.2005 13:15
Útlit fyrir að hægi á vexti einkaneyslunnar Þrátt fyrir talsvert meiri veltu í dagvöruverslun í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra, eru vísbendingar um að farið sé að hægja á vexti einkaneyslunnar, samkvæmt mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar. 20.12.2005 13:00
Viðbúnaður á Kastrup vegna lendingar vélar frá Iceland Express Viðbúnaður var við lendingu vélar Iceland Express á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn laust fyrir hádegi í dag. Ástæðan var sú að merki í stjórnborði vélarinnar gaf til að nefhjól vélarinn hefði ekki farið niður. Flugmenn vélarinnar settu því hjólið handvirkt niður og gekk það vandræðalaust. Farþegar vélarinnar fengu upplýsingar um gang mála jafnóðum og að lendingu lokinni var þeim boðin aðstoð eftir þörfum. Tæknimenn SAS eru að fara yfir búnað vélarinnar. Engin seinkun varð á lendingunni en búist er við einhverri töf á brottför frá Kaupmannahöfn í dag þar sem kalla þarf inn nýja vél. 20.12.2005 12:54
Magnús kaupir P. Samúelsson í dag Toyota-umboðið á Íslandi skipti um eigendur í dag. Magnús Kristinsson útgerðarmaður kaupir P. Samúelsson hf. og var skrifað undir samninga nú fyrir hádegi. 20.12.2005 12:45
Þrefalt meiri líkur eru á að ökumaður velti eða keyri jeppa út af en fólksbíl. Þrefalt meiri líkur eru á að ökumaður velti eða keyri jeppa út af en fólksbíl. 20.12.2005 12:36
Þorsteinn hættir við að rita sögu þingræðis Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sendiherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hætt við að rita sögu þingræðisins. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu. 20.12.2005 12:32
Ríkisstjórnin skipar nýja fjölmiðlanefnd Ríkisstjórnin ákvað í morgun að skipa nýja fjölmiðlanefnd til að leggja grunninn að nýju frumvarpi um íslenska fjölmiðla. Nefndin verður skipuð sjö manneskjum úr öllum stjórnmálaflokkum. 20.12.2005 12:15
Sjálfstæðiflokkurinn með mikinn meirihluta samkvæmt könnun Sjálfstæðisflokkurinn er með mikinn meirihluta í Reykjavík samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Gallup. Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni en um þrjátíu prósent borgarbúa treysta Birni Inga Hrafnssyni, sem stefnir á efsta sæti á lista framsóknarmanna, til að gegna starfi borgarstjóra. 20.12.2005 12:05
Sambönd iðnaðarmanna á Norðurlöndum sameinast Eitt norrænt iðnaðarmannasamband verður til um áramótin en þá sameinast Samband málmiðnaðarmanna og Samband starfsfólks í efna-, pappírs- og textíliðnaði. Samkvæmt frétt á heimasíðu Samiðnar verða félagsmenn yfir 1,2 milljónir í 22 samböndum. 20.12.2005 11:00
Ríflega helmingur Suðurnesjamanna hefur hamborgarhrygg Rösklega helmingur Suðurnesjamanna, eða 55 prósent, ætlar að hafa hamborgarhrygg í jólamatinn, samkvæmt skoðanakönnun Víkurfrétta. Næst kemur kalkún, en fimm prósent ætla að hafa hann, fjögur prósent rjúpu, tvö prósent önd en rúmlega þirðjungur er enn óákveðinn. 20.12.2005 10:30
Bandarísk tollyfirvöld vara við ólöglegum Tamiflu innflutningi Bandarísk yfirvöld lögðu í gær hald á póstsendingu sem innihélt fimmtíu ólöglega skammta af flensulyfinu Tamiflu. Lyfið er einkaleyfisskylt og framleitt af lyfjarisanum Roche og því ólöglegt að framleiða og selja lyfið. Ólöglegur innflutningur Tamiflu, sem talið er lækna fuglaflensu, er sístækkandi vandamál í Bandaríkjunum. Bandarísk tollayfirvöld segja lyfið vera pantað í gegnum internetið frá Asíu og að oftast sé aðeins um lyfleysu að ræða. Yfirvöld segja þessa hömstrun hættulega og vara við kaupum á lyfinu í gegnum internetið. 20.12.2005 09:45
Hærra gjald fyrir reykingafólk í dönskum lestum Reykingafólk sóðar út segir danska járnbrautafyrirtækið DSB. Af þeim sökum hafa fargjöld reykingafólks verið hækkuð um helming á við það sem reyklausir borga. Einnig mun reyksætum fækka í lestunum og sumar lestir verða alveg reyklfríar. Er þetta gert vegna þess að þrif eftir reykingafólk kostar milljónir króna á ári hverju og einnig af tillitssemi við reyklausa. Gjaldhækkunin tekur gildi um áramót. 20.12.2005 09:30
Launavísitala hækkaði um 0,6 prósent í nóvember Launavísitala var 272,3 stig í síðasta mánuði og hækkaði um 0,6 prósent frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3 prósent. 20.12.2005 09:28
Dökkt súkkulaði meinhollt fyrir hjartað Nú geta súkkulaðifíklar tekið gleði sína því svissneskir vísindamenn hafa fært sönnur fyrir því að súkkulaðiát geti komið í veg hjartaáfall. Vísindamenn í Zurich rannsökuðu hóp reykingamanna með stíflaðar kransæðar. 20.12.2005 09:15
Grjóthrun á þjóðveginn í Hvalnesskriðum Grjót hrundi niður á þjóðveginn í Hvalnesskriðum á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs á fjórða tímanum í nótt og áttu flutningabílar í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar. Vegurinn var þó jeppafær. 20.12.2005 09:00
Fartölvum stolið á tveimur stöðum Þjófar brutust inn í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í gærkvöldi og stálu þaðan meðal annars nýrri fartölvu. Þá barst tilkynning um innbrot í tölvuverslun við Suðurlandsbraut á fimmta tímanum í nótt. Þar náðu þjófar að stela þremur nýjum fartölvum og komast undan áður en lögregla kom á vettvang. 20.12.2005 08:45
Jafnt kynjahlutfall á framboðslista sjálfstæðismanna Jafnt hlutfall er á milli karla og kvenna á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, en fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í borginni gekk frá listanum í gær. Í efstu tíu sætum eru fimm karlar og fimm konur. 20.12.2005 08:30
Ekið á hross á Eyrarbakkavegi í nótt Maður ók bíl sínum á hross á Eyrarbakkavegi í myrkri og hálku í nótt og meiddist hesturinn svo mikið að lögregla aflífaði hann á staðnum. Fleiri hestar höfðu sloppið út úr girðingu og hafði bóndinn orðið þess var og var að leita að þeim þegar slysið varð. Bíllinn stórskemmdist og var óökufær eftir. 20.12.2005 08:00
Sex slösuðust í þremur umferðarslysum Sex voru fluttir á sjúkrahús eftir þrjú umferðarslys í gærkvöldi en engin meiddist lífshættulega. Fyrst þrír eftir harðan árekstur á Akureyri undir kvöld, aíðan tveir eftir harðan árekstur í Hafnarfirði á níunda tímanum og skömmu síðar einn eftir að bíll valt á Þorlákshafnarvegi. 20.12.2005 07:30
Falsaði lyfseðla og rauf skilorð Maður sem framvísaði fölsuðum lyfseðli í verslun Lyfju við Smáratorg í Kópavogi í vor var í gær dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Dómurinn er skilorðsbundinn í tvö ár. Með broti sínu nú rauf maðurinn skilorð fyrri dóms, en þá var hann dæmdur fyrir að hafa brotist inn í átta bíla og stolið úr þremur þeirra. 20.12.2005 06:45
Félagsmálaráðherra segir það aldrei hafa hvarflað að sér af segja af sér embætti Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir aldrei hafa hvarflað að sér að segja af sér embætti vegna hæstaréttardóms í máli fyrrverandi jafnréttisstýru. Þingflokkur Framsóknarflokksins kom saman til fundar í dag og ræddi í fyrsta sinn málið og viðbrögð ráðherrans. Fundurinn tók þó enga afstöðu. Hvorki var lýst yfir stuðningi eða vantrausti á ráðherra. 19.12.2005 22:24
Langstærsta verkefni austfirskra verktaka Tugir manna þramma nú um fjöll og firnindi Austfjarða. Þetta eru þó ekki jólasveinar heldur starfsmenn Héraðsverks að steypa undirstöður háspennulínu vegna álversins í Reyðarfirði. Þetta er langstærsta verkefni sem austfirskur verktaki hefur tekið að sér. 19.12.2005 22:04
Erlendar og íslenskar jólahefðir blandast á mörgum heimilum á Íslandi um jólin Pólskir krakkar fá sælgæti í jólapakkanna og í Venesúela eru jólagjafirnar opnaðar á jóladag. Þessar hefðir eru meðal þeirra erlendu jólahefða sem blandast þeim íslensku þegar jólin ganga í garð. 19.12.2005 21:49
Náttúruverndarsinnar vilja vekja fólk til umhugsunar um náttúru landsins Tónlistar- og hugvekjustundin "Ljós í myrkri" verður haldin í Hallgrímskirkju við vetrarsólstöður næstkomandi miðvikudagskvöld. Náttúruvaktin skipuleggur atburðinn sem haldinn er til stuðnings íslenskri náttúru. 19.12.2005 21:41
Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir árekstur tveggja fólksbíla á Reykjavíkurvegi klukkan hálf níu í kvöld, meiðsl þeirra eru þó ekki alvarleg. Bílarnir tveir lentu saman á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði á móts við Stakkahraun og valt annar bíllinn. Að sögn slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu, sem kvatt var á vettvang, var rigning og dimmt þegar slysið átti sér stað. 19.12.2005 21:34
Actavis eitt af fimm stærstu samheitafyrirtækjum heims Actavis er orðið eitt af fimm stærstu samheitalyfjafyrirtækjum heims eftir að fyrirtækið gekk frá kaupum á Alpharma lyfjafyrirtækinu. Actavis Group tilkynnti í dag að kaupum á samheitalyfjastarfsemi alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Alpharma væri formlega lokið. 19.12.2005 21:25
Stálpípuverksmiðja enn á bið Fulltrúar bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ hafa afturkallað lóðarúthlutun til Stálpípufyrirtækisins International Pipe and Tubing, sem hugðist reisa stálpípuverksmiðju á lóð í Helguvík. Ástæðan er árangurslaus tilraun fyrirtækisins til að fjármagna verksmiðjuna. Bæjaryfirvöld vonast þó til að lóðin verði nýtt undir annars konar málmframleiðslu eins og til dæmis álver. 19.12.2005 21:07
Hugsanlega um lögbrot að ræða Fyrrverandi framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri segir eigendur félagsins ekki hafa gert tilraun til að bjarga því frá gjaldþroti. Hann telur margt óljóst varðandi eignatilfærslur frá Slippstöðinni skömmu fyrir gjaldþrot félagsins og segir hugsanlegt að lög hafi verið brotin. 19.12.2005 20:55
Líkur á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu jukust í dag Líkurnar á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu jukust skyndilega í dag. En undanfarna tvo áratugi hefur aðeins verið frost í Reykjavík á aðfangadag og jóladag í helmingi tilvika. Hitinn hefur verið allt upp í átta stig. Haukur Holm horfði um öxl til jólaveðurs í dag. 19.12.2005 20:28
Engin tímamót Formenn Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna segja samkomulagið á ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem lauk í Hong Kong í gær hvorki marka tímamót hér á landi né erlendis. Samþykkt var að fella niður útflutningsstyrki fyrir búvörur fyrir árið 2013 en þeir voru afnumdir hérlendis árið 1990. Þá hefur Ísland þegar fellt niður tolla og kvóta á fjölmörgum vörum frá fátækustu ríkjunum. 19.12.2005 20:22
Staðgreiðsluprósentan lækkar um áramótin Staðgreiðsluprósentan lækkar um 1,01% nú um áramótin. Samtímis fellur niður bæði hátekjuskattur og eignaskattur en brottfall eignaskatts markar söguleg tímamót því hann hefur verið við lýði hérlendis frá því á 11. öld. 19.12.2005 20:20
Fjárfest í bönkum í Noregi fyrir 40 milljarða króna á rúmu ári Íslandsbanki hefur fjárfest í bönkum í Noregi fyrir 40 milljarða króna á rúmu ári. Þetta kom fram á blaðamannafundi bankans í Sendiráði Íslands í Osló í liðinni viku. 19.12.2005 20:00
Jóhannes í Bónus hlýtur verðlaun ísfirsku alþýðunnar Jóhannes Jónsson sem kenndur er við Bónus hefur hlotið verðlaun ísfirsku alþýðunnar fyrstur manna, að því fram kemur á vef Bæjarins besta. Til verðlaunanna var stofnað í haust á ársafmæli Heimastjórnarhátíðar alþýðunnar á Ísafirði. 19.12.2005 18:43