Innlent

Ólíkar jóla- og áramótahefðir á Íslandi, Indlandi og í Ástralíu

Mynd/Brynja Dögg

Í Ástralíu boðar það lukku að kyssa lögreglumann á áramótunum og Indverjar eru jafn flugeldaglaðir og Íslendingar. Kristnir Indverjar leggja rækt við trú sína og fjölskylduna yfir jólahátíðina á meðan Ástralir taka stefnuna á ströndina til jólahalds.

Á Indlandi eru það aðallega þeir sem eru kristinnar trúar sem fagna jólum en þar eru jólagjafir opnaðar á jóladag. Lilly Vijaya Kumari frá Indlandi segir að jólin séu hátíð fjölskyldunnar á Indlandi og þá fari fólk mikið í kirkjur. Hins vegar gefi Indverjar ekki eins mikið af pökkum og hér á landi. Lilly segir Indverja hafa gaman að því að skjóta upp flugeldum og þeir skjóti upp álíka miklum flugeldum og Íslendingar. Lilly á íslenskann eiginmann og saman eiga þau þrjú börn. Hún segir að fjölskyldan borði saman hamborgarahrygg á jólunum en henni þyki hann mjög góður.

Nú er hásumar í Ástralíu en þar er rík hefð fyrir því að fara niður að strönd og grilla á jóladag. Deborah Leah Bergsson segir að Ástralir opni jólagjafir á jóladagsmorgni og síðan grilli fjölskyldan saman og fari jafnvel niður að strönd. Deborah er gift íslenskum manni og þau halda jól sem eru með bæði íslenskum og ástölskum jólahefðum. Sem dæmi nefnir hún að börn þeirra opni pakka bæði á aðfangadag og jóladag en þau opni pakkana frá áströlsku ömmu sinni og afa á jóladag. Deborah segir að Ástralir skjóti ekki upp jafn mikið af flugeldum og hér á landi en það séu einkum flugeldasýningar á vegum borga og bæja. Hún segir það boða gott að kyssa lögreglumenn á áramótunum en það eigi að boða gott. Hins vegar séu ekki allir lögreglumenn jafn hrifnir af þeim sið en þó taki flestir því vel þegar fólki reynir að kyssa þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×