Innlent

Ný umferðarljós í Grafarvogi auðvelda aðkomu gesta að Gufuneskirkjugarði

Gufuneskirkjugarður að sumri til
Gufuneskirkjugarður að sumri til Mynd/Vísir

Ný umferðarljóst hafa verið sett upp á gatnamótum Víkurvegar og Gagnvegar í Grafarvogi en þau munu auðvelda mjög aðkomu gesta að Gufuneskirkjugarði. Ljósin verða tekin í notkun klukkan tvö á morgun en fram að opnun verða ljósin látin blikka gulu og gildir þá biðskylda á Gagnvegi inn á víkurveg. Umferðaljósin verða umferðarstýrð að hluta til þegar þau verða komin í notkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×