Innlent

Með eitur­lyf í Norrænu

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Lögreglan gefur ekki upp hve mikið magn fíkniefna fannst í fórum tveggja manna.
Lögreglan gefur ekki upp hve mikið magn fíkniefna fannst í fórum tveggja manna.
Tveir menn hafa verið úr­skurð­að­ir í gæslu­varð­hald fram á Þor­láks­messu vegna fíkni­efna­smygls með Norrænu.

Að sögn Ásgeirs Karlssonar, aðstoðar­yfir­lögreglu­þjóns í Reyk­ja­vík, voru mennirnir, sem eru á fimm­tugs- og sex­tugsald­ri, hand­tekn­ir á höfuð­borgar­svæði­nu, ann­ar á fimm­tu­daginn var, en hinn á laugardag. Þeir höfðu kom­ið hing­að til lands með Norrænu frá Danmörku á þriðjudaginn í síðustu viku með efnin falin í bíl sínum.

Töluvert magn fíkniefna var falið í bíl mannanna, en þeir eru grunaðir um að hafa flutt það hingað til dreifingar og sölu. Ásgeir sagði málið enn í rannsókn og gaf ekki upp frekari upplýsingar um efnin eða magn þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×