Innlent

Samningar um yfirtöku Landsnets á flutningsvirkjum

Samningar um yfirtöku Landsnets á flutningsvirkjum Landsvirkjunnar, Orkubús Vestfjarða og Rafmagnsveitna ríkisins. Samtals greiðir Landsnet hf. um 26 milljarða króna fyrir flutningsformin.

Samningar um kaup Landsnets hf. á flutningsvirkjum Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Rafmagnsveitna ríkisins voru undirritaðir í stjórnstöð Landsnets við Bústaðaveg í dag. Samtals greiðir Landsnet hf. um 26,8 milljarða króna fyrir flutningsvirkin í formi hlutabréfa og skuldabréfa. Landsnet hf. er með einkaleyfi á raforkudreifingu á landinu og gegnir lykilhlutverki í þeirri markaðsvæðingu raforkumálanna sem stendur nú yfir. Á Landsvirkjun 69,44% hlut í Landsneti, RARIK á 24,15% hlut og Orkubú Vestfjarða á 6,41% hlut. Endurmetið stofnverð þess flutningskerfis sem hér um ræðir er um 66 milljarðar króna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×