Innlent

Síðasti dagurinn til að senda jólakortin

Íslendingar eyða um það bil þrjú hundruð og fjörtíu milljónum króna í jólakort og sendingarkostnað um þessi jól. Það jafngildir því að sérhvert mannsbarn á Íslandi eyði um það bil eitt þúsund fimmtíu og sjö krónum í þessa gömlu hefð.

Í dag er síðasti dagurinn til að senda jólakort til ættingja og vina ef þau eiga örugglega að berast viðtakanda í tæka tíð. Pósturinn áætlar að Íslendingar sendi um það bil fjórar milljónir korta í á sem er svipað og fyrri ár.Tilkoma Internetsins hefur ekki dregið úr þessum sendingum. Sífellt fleiri kjósa að láta Póstinn skrifa og senda jólakortin fyrir þá en slíka þjónustu er hægt að nálgast á heimasíðu Póstsins. Það kostar fimmtíu krónur að senda eitt jólakort og hvert kort kostar um það bil þrjátíu og fimm krónur. Því má gera ráð fyrir að Íslendingar eyði um það bil þrjúhhundrað og fjörtíu milljónum króna í jólakortasendingar.

Í dag er síðasti dagurinn til að senda jólakort til ættingja og vina ef þau eiga örugglega að berast viðtakanda í tæka tíð. Pósturinn áætlar að Íslendingar sendi um það bil fjórar milljónir korta í á sem er svipað og fyrri ár.Tilkoma Internetsins hefur ekki dregið úr þessum sendingum. Sífellt fleiri kjósa að láta Póstinn skrifa og senda jólakortin fyrir þá en slíka þjónustu er hægt að nálgast á heimasíðu Póstsins. Það kostar fimmtíu krónur að senda eitt jólakort og hvert kort kostar um það bil þrjátíu og fimm krónur. Því má gera ráð fyrir að Íslendingar eyði um það bil



Fleiri fréttir

Sjá meira


×