Innlent

Úthlutað úr styrktarstjóði Baugs Group

Á morgun verður úthlutað úr styrktarsjóði Baugs Group.
Á morgun verður úthlutað úr styrktarsjóði Baugs Group.
Á morgun, 22. desember, verður úthlutað 50 milljónum króna úr styrktarsjóði Baugs Group. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutun fer fram úr sjóðnum en þann 10. júní sl. var samþykkt af stjórn Baugs Group hf. að verja 300 milljónum kr. til stofnunar sérstaks styrktarsjóðs sem yrði úthlutað úr í desember og maí ár hvert, næstu þrjú árin.

Styrktarsjóði Baugs Group hf. er ætlað það hlutverk að styðja margvísleg líknar- og velferðarmál auk menningar- og listalífs. Framlög úr sjóðnum verða veitt tvisvar á ári, í maí og í desember og verður auglýst eftir umsóknum nokkru áður en styrkúthlutun fer fram. Formaður stjórnar sjóðsins er Jóhannes Jónsson en auk hans sitja Hreinn Loftsson og Ingibjörg S. Pálmadóttir í stjórn sjóðsins. Sjóðurinn hefur tekið yfir styrktarstarfsemi Baugs Group, sem hefur verið veruleg á undanförnum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×