Innlent

Almenningur treystir íbúðarlánasjóði

Almenningur treystir Íbúðalánasjóði samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar IMG Gallups sem gerð var dagana 9.-15. desember. Alls telja 84,2% svarenda Íbúðarlánasjóð traustan en einungis 3,8% aðspurðra telja sjóðinn ótraustan. Þá telja 12% aðspurðra Íbúðarlánasjóð hvorki traustan né ótraustan. Upphaflegt útak í könnuninni var 900 manns á aldrinum 16-75 ára sem voru handahófsvaldir úr viðhorfahópi IMG Gallup. Endanlegt úrtak var 870 manns og svöruðu 653 manns könnuninni eða 75,1% þátttakenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×