Innlent

Sýknað af bótakröfu starfsmanns

Maðurinn vann við byggingu Smáralindar þegar hann féll og slasaðist mikið. Hann var frá vinnu í níu mánuði af þeim sökum.
Maðurinn vann við byggingu Smáralindar þegar hann féll og slasaðist mikið. Hann var frá vinnu í níu mánuði af þeim sökum. MYND/Heiða

Hæstiréttur hefur sýknað Ístak af kröfu starfsmanns fyrirtækisins sem slasaðist þegar hann féll til jarðar þar sem hann stiklaði milli gólfbita í Smáralind þegar hún var í byggingu. Varanleg örorka mannsins er metin fimmtán prósent.

Héraðsdómur taldi að gönguleiðir á byggingarstað hefðu ekki verið tryggar og dæmdi manninum tvær komma þrjár milljónir króna í bætur. Hæstiréttur taldi að maðurinn hefði átt að gera sér grein fyrir hættunni og sýknaði Ístak því af bótakröfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×