Innlent

Banna skólaböll fram á næsta haust

Lögregla bannar nemendum Menntaskólans við Sund að halda skólaböll fram á næsta haust vegna mikillar áfengisneyslu og óláta. Nemendur og rektor skólans eru ósáttir við ákvörðunina.

Mikil ólæti og áfengisneysla hafa verið á böllum skólans í vetur. Að sögn Jónasar Hallssonar yfirmanns eftirlits og skemmtanahalds hjá lögreglunni verður málið aftur skoðað næsta haust en banni líkt og þessu hefur ekki verið beitt í yfir áratug. Nemendur eru ekki sáttir við afgreiðslu lögreglunnar á málinu. Þeir segja fáa aðila vera að skemma fyrir öllum hinum. Hjördís Alda Hreiðarsdóttir, ármaður skólafélags Menntaskólans við Sund, segir að ólæti hafi verið á fyrsta ballinu í haust en síðan hafi gengið mun betur.

Már Vilhjálmsson rektor Menntaskólann við Sund undrast einnig viðbrögðin og segir að segir að unglingar hætti ekki að skemmta sér og drekka áfengi við það að lögregla banni skemmtanir þeirra. Betra sé að bregðast við með öðrum hætti og það hafi verið gert eftir síðasta ball og ólátabelgir meðal annars settir í bann frá dansleikjum skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×