Innlent

Tvö umferðaróhöpp í Vestur-Húnavatnssýslu fyrr í kvöld

Betur fór en á horfðist þegar ungur ökumaður velti bíl sínum í nágrenni Hvammstanga fyrr í kvöld. Bílli fór veltu en endaði á hvolfi á miðjum veginum. Ökumaðurinn, sem er nýkominn með bílpróf, var fluttur á Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga og reyndust meiðsl hans vera lítilsháttar. Mikil hálka var á veginum og öruggt má teljast að öryggisbelti hafi bjargað ökumanninum frá því að kastast út úr bílnum. Bíllinn er mikið skemmdur.

Þá var einnig útafakstur í Vatnsdalnum um sjö leitið í kvöld en ung kona og barn voru í bílnum. Þau sluppu við meiðsl en konunni tókst að halda bílnum á hjólunum en hann hentist útaf veginum og þurfti lögregla á Blönduósi aðstoð Björgunarsveitarinnar við að ná bílnum upp en hann var skorðaður fastur í mýri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×