Fleiri fréttir

Sjúkraliðar semja við Launanefnd sveitarfélaga

Sjúkaraliðafélag Íslands og launanefnd sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í gærkvöldi. Hann mun vera á sömu nótum og samningur sjúkraliða við Reykjavíkurborg og ríkið, sem nýverið voru gerðir. Nýi samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna á næstunni

Svifryksmengun fimm sinnum yfir heilsuverndarmörk

Svifryksmengun hefur fimm sinnum farið yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík upp á síðkastið, síðast á laugardaginn. Þetta er samkvæmt mælingum við Grensás, en dæmi eru um hið sama víðar í borginni, til dæmis í Húsdýragarðinum.

Formannsskipti í Mosfellsbæ

Bjarki Bjarnason tók við formennsku í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði af Ólafi Gunnarssyni á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Ólafur hafði gegnt formennsku frá stofnun félagsins árið 2001.

Verðið lækkar mest í Nettó

Verð matvælakörfunnar hefur lækkað um þrettán prósent í Nettó frá í byrjun október samkvæmt verðkönnun ASÍ sem gerð var undir lok síðasta mánaðar.

Dæmdir fyrir að koma afla undan vigtun

Tveir menn voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir brot á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og reglugerð um afladagbækur og vigtun sjávarafla.

Mikil hálka á Austur- og Norðausturlandi

Veruleg hálka er á milli Raufarhafnar og Þórshafnar og um Brekknaheiði. Mjög mikil hálka er einnig frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar um Fagradal og þaðan um Hólmahálsinn til Eskifjarðar, þar er einnig þoka.

Hrímþoka á Akureyri

Hrímþoka hefur verið á Akureyri í alla nótt og hefur hrímið meðal annars sest á allar trjágreinar og breitt eins konar flosteppi á jörðina. Stillt veður er í bænum og að sögn sjónarvotta var hann einna líkastur undraveröld í morgunsárið þegar birtan frá jólaljósunum brotnaði í ískristöllum út um allt.

Ekkert samráð við íbúa eins og samþykkt var

Samþykkt borgarstjórnar um samráð við íbúa um lagningu Sundabrautar eru virt að vettugi, að sögn stjórnarmanns hjá Íbúasamtökum Laugardals. Samtökin skora á alþingismenn að hafna frumvarpi um ráðstöfun á andvirði Landssímans, þar sem í því felist að við lagningu Sundabrautar verði farin svokölluð innri leið.

Safnað á fölskum forsendum

Félagsmál Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi er ósátt við hvernig Mæðrastyrksnefnd Reykavíkur kynn­ir sig þegar styrkjum er safnað fyrir jólin. "Það er óeðlilegt að hringja og kynna sig bara sem Mæðrastyrksnefnd. Á landinu starfa sjö slíkar," segir María Marta Einarsdóttir, gjaldkeri Mæð­ra­styrks­nefnd­ar í Kópavogi.

Lögreglumenn úr Reykjavík til að aðstoða við rannsókn á bruna

Tveir sérfræðingar úr tæknideild lögreglunnar í Reykjavík eru væntanlegir til Ísafjarðar fyrir hádegi til að aðstoða lögregluna þar við að rannsaka eldsupptök í tvíbýlishúsi við Aðalstræti í gær þar sem karlmaður á sextugsaldri fórst.

Kominn til meðvitundar eftir árás á Laugavegi

Maðurinn, sem ráðist var á á Laugaveginum aðfararnótt laugardags, komst til meðvitundar á gjörgæsludeild Landsspítalans í gær og er á hægum batavegi .Árásarmaðurinn játaði verknað sinn við yfirheyrslur í gær og var sleppt að því loknu, en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Geir er sáttur við svörin

Geir H. Haarde utanríkisráðherra telur að með yfirlýsingu Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær hafi íslensk stjórnvöld fengið fullnægjandi svör við spurningum um meinta fangaflutninga bandarísku leyniþjónustunnar um íslenska lofthelgi og flugvelli.

Ikea flytur inn næsta haust

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu tæplega 21 þúsund fermetra stórverslunar Ikea í Urriðaholti í Garðabæ. Gert er ráð fyrir að Ikea flytji í nýja húsnæðið næsta haust og loki þá um leið versluninni í Klettagörðum. Gengið hefur verið frá því að Byko byggi tólf þúsund fermetra verslun í Urriðaholti og hefjast framkvæmd­ir eftir áramót.

Útvarpsstjóri ánægður með nýtt frumvarp

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, er ánægður með nýtt frumvarp þess efnis að Ríkisútvarpinu verði breytt í hlutafélag. Hann telur að það muni styrkja sérstöðu Ríkisútvarpsins.

Ríkisútvarpið verður gert að hlutafélagi

Nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið var kynnt í stjórnarflokkunum í gær. Ekki verður heimiluð sala þótt Ríkisútvarpinu verði breytt í hlutafélag. Menntamálaráðherra segir nefskatt léttari fyrir heimilin en afnotagjöld.

Háseti missti fót við ökkla

Skipstjóri á togveiði­­báti hefur verið dæmdur í mán­að­ar­fang­elsi og svipt­ur skips­stjórn­ar­rétt­indum í þrjá mánuði vegna slyss sem varð um borð vestur af Sandgerði 10. mars sl. Fang­els­isvistin var skilorðs­bund­inn í þrjú ár.

Árásarmaður játaði sök

Karlmanni á þrítugsaldri, sem sat í gæsluvarðhaldi vegna stórfelldrar líkamsárásar á rúmlega þrítugan mann um helgina, hefur verið sleppt eftir að hann játaði sök. Málið telst upplýst, að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík.

Fávitar og örvitar teknir úr reglugerð

Stutt er síðan Íslendingar notuðu orðin fávitastofnanir, fávitar, vanvitar og örvitar í opinberum gögnum og manna á milli. Þessi orð heyrast ekki lengur um málefni þroskaheftra. Á árum áður var haldin spjaldskrá yfir fávita og örvita.

Maður lét lífið í eldsvoða

Maður lést í eldsvoða á Ísafirði í gærdag. Tilkynnt var um eld í íbúð að Aðalstræti, sem er við miðbæinn, skömmu fyrir klukkan fjögur. Slökkvilið og lögregla komu fljótlega á vettvang og fór reykkafari inn í íbúðina og fann þar íbúa hennar látinn. Enginn annar var í íbúðinni.

Þingmenn vilja lægri sektir

Frestað hefur verið fram yfir áramót máli sem rekið er í Héraðs­dómi Reykja­vík­ur á hend­ur fram­­kvæmda­stjóra og stjórnar­manni­ flutn­inga­fyrirtækis sem sakað­ur er um að standa ekki skil á virðis­auka­skatti og opinberum gjöld­um árin 2000 til 2002. Í milli­tíð­inni gætu lög um brot manns­ins breyst.

Næstir á eftir finnska ríkinu

Eignarhlutur Straums - Burðaráss í finnska flugfélaginu Finnair er kominn upp í tæp ellefu prósent. Straumur, sem er næststærsti hluthafinn í flugfélaginu á eftir finnska ríkinu, hefur verið að bæta við sig hlutum jafnt og þétt á árinu.

Endursýningar á gömlu íslensku efni

Rætt hefur verið um hlutverk Ríkis­útvarpsins hvað varðar varðveislu og aðgengi að gömlu íslensku sjónvarpsefni. Þykir mörgum sem vinna að heimildamyndum Ríkisútvarpið selja gamalt myndefni of háu verði.

Hálfur milljarður í rekstrarafgang

Samkvæmt drögum að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að tekjur umfram gjöld nemi um hálfum milljarði króna. Áætlunin miðast við að íbúar sveitarfélgsins verði um 5.300 í árslok og er þá ekki tekið tillit til íbúafjölgunar samhliða sameiningu Fjarðabyggðar, Austur­byggðar, Mjóafjarðarhrepps og Fáskrúðsfjarðarhrepps í sumar.

Stefna gefin út á Nýgifs

Búið er að gefa út stefnu fyrir hönd Brasilíumannanna fimm sem störfuðu hjá Nýgifs og verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku. Einnig hefur verið óskað kyrrsetningar á fjármunum Nýgifs til tryggingar kröfu Brasilíumannanna.

Fótbrotnaði eftir árás fíkils

Íbúar við Laugaveg segja að sóðaskapurinn þar sé yfirgengilegur eftir nætur um helgar. Fólk noti lóðirnar sem salerni og skilji eftir sig tómar flöskur, dósir, sprautur og annan óþverra. Nýlega varð einn íbúinn fyrir árás fíkniefnaneytanda um hábjartan dag og fótbrotnaði í viðureigninni.

Ribbaldakapitalismi á matvörumarkaði?

Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hér á landi ríki einhvers konar ribbaldakapitalismi eins og í Rússlandi á frumskeiði markaðsvæðingar. Þetta sagði hún í ljósi þess að hér ríkti einokun á matvörumarkaði þar sem Baugur hefði hér rúmlega 60 prósenta markaðshlutdeild. Spurði hún viðskiptaráðherra um það hvernig bregðast skyldi við.

Steypa stífluvegg í skammdeginu

Einhverjir harðsnúnustu byggingaverkamenn landsins steypa þessa dagana tvöhundruð metra háan og snarbrattan stífluvegg Kárahnjúkastíflu í fimbulkulda og skammdegi. Þetta eru einkum Kínverjar sem vinna störf sem hraustir íslenskir karlmenn hafa hrökklast frá.

Auglýsir eftir stefnu í loftlagsmálum

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, auglýsti eftir stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum, það er, hvernig ríkisstjórnin ætlar að bregðast við hinni miklu vá sem af loftlagsbreytingum kann að hljótast. Umhverfisráðherra segir að stjórnvöld muni þrýsta á Bandaríkin og Ástralíu að taka þátt í Kyoto-bókuninni.

Ríkisútvarpinu verður breytt í hlutafélag

Ríkisútvarpinu verður breytt í hlutafélag, samkvæmt frumvarpi sem þingflokkar ríkisstjórnarinnar samþykktu að leggja fram í dag. Ekki er einhugur innan stjórnarflokkanna um málið.

Maður lést í eldsvoða á Ísafirði

Rúmlega fimmtugur maður lést í eldsvoða á heimili sínu á Ísafirði í dag. Slökkviliðið var enn að störfum við að ráða niðurlögum eldsins um kvöldmatarleiti. Tilkynnt var um eld í íbúð við Aðalstræti 25 í gegnum neyðarlínu rétt fyrir klukkan fjögur í dag.

Utanríkisráðherra segir yfirlýsingu Condoleezzu Rice svara spurningum íslenskra stjórnvalda um ólögmæta fangaflutninga

Í yfirlýsingu sem Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér í dag segir hún leyfilegt samkvæmt alþjóðalögum að flytja fanga milli landa sem ekki hefur verið réttað yfir. Condoleezza sagði jafnframt að bandarísk stjórnvöld gangi úr skugga um að hvers lags yfirheyrsluaðferðir sé við lýði í þeim löndum sem taka á móti föngunum. Bandarísk yfirvöld líði ekki að fangar séu pyntaðir.

Og Vodafone margfaldar flutningsgetu GSM notenda:

Og Vodafone hefur tekið í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem margfaldar flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. EDGE nær fyrst um sinn til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði.

Skúli Helgason ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar

Skúli Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar frá og með næstu áramótum. Hann hefur m.a. starfað sem útgáfustjóri tónlistar hjá Eddu-miðlun og útgáfu og framkvæmdastjóri innlendra verkefna hjá Reykjavík Menningarborg Evópu árið 2000.

RÚV breytt í hlutafélag

Ríkisútvarpinu verður breytt í hlutafélag, samkvæmt frumvarpi sem þingflokkar ríkisstjórnarinnar samþykktu að leggja fram í dag. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarpið fyrir sitt leyti í síðustu viku.

Kviknaði í út frá kerti á Höfn

Slökkviliðið á Höfn í Hornafirði var kallað út rúmlega þrjú í dag að íbúðarhúsi vegna bruna. Kviknað hafði í út frá kerti og voru skemmdir óverulegar en reykræsta þurfti. Einn íbúi var í húsinu þegar eldsins varð vart en það var vegfarandi sem tilkynnti um brunann.

Karlmaður lést í eldsvoða á Ísafirði

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í eldsvoða á Ísafirði í dag. Tilkynning um eld í íbúð mannsins barst slökkviliðinu skömmu fyrir fjögur í dag og þegar slökkvilið og lögregla komu á staðinn var nokkur eldur í íbúðinni. Reykkafarar fóru inn í íbúðina þar sem þeir fundu manninn og var hann úrskurðaður látinn. Enginn annar var í íbúðinni.

Tími Íbúðalánasjóðs ekki liðinn

Tími Íbúðalánasjóðs er ekki liðinn að sögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. Hann er ósammála Davíð Oddssyni, Seðlabankastjóra, um að óeðliegt sé að Íbúðalánsjóður keppi við viðskiptabankana á íbúðalánamarkaði án þess að lúta sömu reglum og þeir. Árni segir að Íbúðalánasjóður lúti ákveðinni sérstöðu á íbúðalánamarkaði og pólitísk samstaða hefur verið um hlutverk hans.

Skora á þingmenn að hafna frumvarpinu

Íbúasamtök Laugardals skora á alþingismenn að hafna frumvarpi um ráðstöfun á andvirði Landssímans, þar sem skilyrt er í athugasemdum frumvarpsins að við lagningu Sundabrautar verði farin svokölluð innri leið. Samtökin segja frumvarpið brjóta bæði gegn umhverfismati og úrskurði umhverfisráðherra.

Óskhyggja að stefnubreyting felist í vaxtahækkun Seðlabankans

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það óskhyggju hjá forsætisráðherra og utanríkisráðherra að stefnubreyting felist í tilkynningu Seðlabankans um 25 punkta hækkun á vöxtum í síðustu viku. Hún segir þá reyna að friða útflutningsgreinar og ferðaþjónustu.

Sjá næstu 50 fréttir