Innlent

Endursýningar á gömlu íslensku efni

Rætt hefur verið um hlutverk Ríkis­útvarpsins hvað varðar varðveislu og aðgengi að gömlu íslensku sjónvarpsefni. Þykir mörgum sem vinna að heimildamyndum Ríkisútvarpið selja gamalt myndefni of háu verði.

Páll Magnússon er útvarpsstjóri. Eruð þið að selja sjónvarpsefnið of dýru verði?

"Þetta er að minnsta kosti réttlát athugasemd og það er sjálfsagt að endurskoða gjaldtökuna fyrir ákveðna tegund af notkun af þessu efni. Þó veit ég til þess að til dæmis á BBC er þessi gjaldtaka margfalt meiri en við eigum að venjast hér."

Af hverju er ekki sýnt meira af gömlu íslensku efni í sjonvarpinu?

"Það er reyndar endursýnt talsvert af þessu eldra efni. En það má heldur ekki sliga dagskrána af endursýndu efni. Með nýjustu tækni opnast leið til að auðvelda aðgang að þessu og jafnvel með gagnvirkum hætti þannig að fólk geti nálgast það efni sem það kýs í gegnum tölvuna. Þannig mun það heldur ekki þurfa að taka pláss af dagskránni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×