Innlent

Geir er sáttur við svörin

Geir H. Haarde utanríkisráðherra telur að með yfirlýsingu Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær hafi íslensk stjórnvöld fengið fullnægjandi svör við spurningum um meinta fangaflutninga bandarísku leyniþjónustunnar um íslenska lofthelgi og flugvelli.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Geir hafi í gær átt fund með Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Slóveníu. Þar fer nú fram ráðherrafundur Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Ræddu þeir hvernig koma mætti samningaviðræðum um varnarliðið af stað á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×