Innlent

Maður lét lífið í eldsvoða

Á vettvangi. Maðurinn var látinn þegar reykkafari kom að honum. Reykskemmdir urður á nærliggjandi íbúðum sem og verslun og hárgreiðslustofu.
Á vettvangi. Maðurinn var látinn þegar reykkafari kom að honum. Reykskemmdir urður á nærliggjandi íbúðum sem og verslun og hárgreiðslustofu.

Maður lést í eldsvoða á Ísafirði í gærdag. Tilkynnt var um eld í íbúð að Aðalstræti, sem er við miðbæinn, skömmu fyrir klukkan fjögur. Slökkvilið og lögregla komu fljótlega á vettvang og fór reykkafari inn í íbúðina og fann þar íbúa hennar látinn. Enginn annar var í íbúðinni.

Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Húsið er hluti af húslengju sem byggt er að mestu úr timbri en forskallað að hluta. Reykskemmdir urðu í tveimur nærliggjandi íbúðum, sem og hárgreiðslustofu og svo verslun.

Íbúðin blasir við kaffihúsagestum sem setjast niður á Veitingastaðnum Langi Mangi en lögreglan á Ísafirði vil ekki segja um það á þessu stígi hvort tilkynningin hafi borist þaðan. Eldsupptök liggja ekki ljós fyrir en málið er í rannsókn.

Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×