Innlent

Árásarmaður játaði sök

Karlmanni á þrítugsaldri, sem sat í gæsluvarðhaldi vegna stórfelldrar líkamsárásar á rúmlega þrítugan mann um helgina, hefur verið sleppt eftir að hann játaði sök. Málið telst upplýst, að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík.

Tildrögin voru þau að mennirnir, sem þekktust ekkert, mættust fyrir tilviljun. Kom til orðahnippinga á milli þeirra sem leiddu til stympinga. Þeim lauk með því að yngri maðurinn sló þann eldri með þeim afleiðingum að hann skall í götuna og hlaut mikla áverka við fallið.

Árásarmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til morgundagsins. Ekki kom þó til þess, því hann játaði sök og var sleppt að því búnu. Sá sem slasaðist er laus úr öndunarvél og á batavegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×