Innlent

Þingmenn vilja lægri sektir

Héraðsdómur Reykjavíkur. Fyrirhuguð lagabreyting gæti leitt til vægari refsinga í ákveðinni tegund mála, frestist þau fram yfir áramót.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Fyrirhuguð lagabreyting gæti leitt til vægari refsinga í ákveðinni tegund mála, frestist þau fram yfir áramót.

Frestað hefur verið fram yfir áramót máli sem rekið er í Héraðs­dómi Reykja­vík­ur á hend­ur fram­­kvæmda­stjóra og stjórnar­manni­ flutn­inga­fyrirtækis sem sakað­ur er um að standa ekki skil á virðis­auka­skatti og opinberum gjöld­um árin 2000 til 2002. Í milli­tíð­inni gætu lög um brot manns­ins breyst.

Samkvæmt ákæru vantar tæpar 20,6 milljónir upp á að maðurinn hafi staðið skil á gjöldum, en sam­kvæmt lögum nemur þá sekt­in tvö­fald­ri brota­upp­hæð­inni, rúm­lega 41 milljón króna. Frumvarp til breytingar á lög­um um virðis­auka­skatt og stað­greið­slu opin­berra gjal­da, sem nú er í með­för­um Al­þing­is, gerir ráð fyrir að frá sekt­inni megi draga upp­hæð­ir sem brota­maður­inn hafi þegar endur­greitt.

Í málinu sem fyrir dómi var í vik­unni kom fram að maðurinn hefði þegar endurgreitt níu millj­ónir króna og því gæti sekt num­ið um 22 milljónum króna í stað 41 milljónar. Lögmenn hafa haft á orði að gild­andi sektar­ákvæði vegna van­skila á opin­ber­um gjöld­um séu með þyng­stu refs­ing­um dóms­kerfis­ins og á Alþingi virð­ist almenn sam­staða um að breyta lög­un­um til lækkunar sekta.

Frumvarpið flutti Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, en undir það rita þing­menn frá öllum flokkum. Nú er það í meðförum efna­hags- og viðskipta­nefndar og búist við að það verði að lögum á yfir­stand­andi þingi. "Já, skyndilega virð­ist með málinu mikill velvilji og þeir sem voru á móti hafa skipt um skoðun," segir Arn­björg Sveins­dóttir en hún er einn með­­flutnings­­manna frum­varps­ins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×