Innlent

Karlmaður lést í eldsvoða á Ísafirði

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í eldsvoða á Ísafirði í dag. Tilkynning um eld í íbúð mannsins barst slökkviliðinu skömmu fyrir fjögur í dag og þegar slökkvilið og lögregla komu á staðinn var nokkur eldur í íbúðinni. Reykkafarar fóru inn í íbúðina þar sem þeir fundu manninn og var hann úrskurðaður látinn. Enginn annar var í íbúðinni. Hún er hluti af húsalengju sem byggt er að meginhluta úr timbri og forskallað að hluta. Reykskemmdir eru í tveim íbúðum, hárgreiðslustofu og verslun sem áfastar eru íbúðinni sem kviknaði í. Slökkvilið er enn að störfum þar sem enn ríkur úr þaki hússins og greinilega einhver eldur ennþá í íbúðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×