Innlent

Verðið lækkar mest í Nettó

Verð vörukörfunnar fór frá því að lækka um þrettán prósent í Nettó í að hækka um tæp sex prósent í Fjarðarkaupum.
Verð vörukörfunnar fór frá því að lækka um þrettán prósent í Nettó í að hækka um tæp sex prósent í Fjarðarkaupum. mynd/óök

Verð matvælakörfunnar hefur lækkað um þrettán prósent í Nettó frá í byrjun október samkvæmt verðkönnun ASÍ sem gerð var undir lok síðasta mánaðar.

Karfan hefur lækkað um átta prósent í Krónunni og fjögur prósent í Samkaup. Annars staðar hefur verðið staðið í stað eða hækkað, mest í Fjarðarkaupi, um tæp sex prósent og Hagkaup um fimm prósent. Karfan er þrátt fyrir þetta ódýrust í Bónus þar sem hún kostar 2.438 krónur en dýrust í 11/11 þar sem hún kostar 3.780 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×