Innlent

Ríkisútvarpinu verður breytt í hlutafélag

Ríkisútvarpinu verður breytt í hlutafélag, samkvæmt frumvarpi sem þingflokkar ríkisstjórnarinnar samþykktu að leggja fram í dag. Ekki er einhugur innan stjórnarflokkanna um málið.

Menntamálaráðherra vonast til að geta mælt fyrir frumvarpinu fyrir jól og að það verði að lögum á vorþingi. Fyrra frumvarp gerði ráð fyrir að breyta Ríkisútvarpinu í sameignarfélag en sú leið reyndist ófær.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir að þingflokkar ríkisstjórnarinnar hafa komist að því samkomulagi að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag og það sé stærsta breytingin frá því í frumvarpinu í vor. Auk þess sé mjög takmörkuð heimild fyrir Ríkisútvarpið að standa í annarri starfsemi heldur en þeirri starfsemi sem fellur undir almannaþjónustuhlutverkið.

Yfirstjórn Ríkisútvarpsins verður m.a. breytt þannig að útvarpsráð fær samskonar hlutverk og stjórn í fyrirtæki. Stærsta breytingin snýr þó að afnotagjöldunum. Þorgerður Katrín segir að breytingarnar muni taka gildi þegar í stað nema afnotagjöldin sem haldast út árið 2007. Fyrsta janúar 2008 taki síðan við nýtt fyrirkomulag sem fellur undir nefskattinn.

Það er þó ekki einhugur í þingliði stjórnarflokkana um að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. Þannig hefur einn þingmaður Framsóknarflokksins hið minnsta gert sínar athugasemdir.

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks segir að málið hafi verið verið samþykkt til framlagningar en síðan eigi eftir að koma í ljós hver stuðningurinn verði við frumvarpið. Kristinn segist sjálfur setja fyrirvara við stuðning sinn við málið. Hann hafði verið mjög skeptískur á þetta fyrirkomulag, að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Kristinn segist ætla að kynna mér frumvarpið áður en hann kveð upp úr með það en hann telur fyllstu ástæðu til þess að hafa allan fyrirvara á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×