Innlent

Bráðamóttaka við Sjúkrahúsið Vog opnuð á ný á morgun

Bráðamóttaka fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga verður opnuð á ný við Sjúkrahúsið á Vogi á morgun. Á síðastliðnum tveimur mánuðum hefur tekist að tryggja næga fjármuni til að opna bráðmóttökuna á ný. Það eru tveir fyrrum formenn SÁÁ, Björgólfur Guðmundsson og Hendrik Berndsen, sem eiga veg og vanda að söfnun fjárframlaga frá fyrirtækjum, auk Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Þeir hafa unnið að því undanfarnar vikur ásamt formanni SÁÁ, Þórarni Tyrfingssyni, að fá fyrirtæki til að styðja við bráðamóttökuna með mánaðarlegum fjárframlögum. Fjórmenningarnir munu áfram vera bakhjarlar bráðamóttökunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×