Innlent

Mikil hálka á Austur- og Norðausturlandi

Veruleg hálka er á milli Raufarhafnar og Þórshafnar og um Brekknaheiði. Mjög mikil hálka er einnig frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar um Fagradal og þaðan um Hólmahálsinn til Eskifjarðar, þar er einnig þoka. Á Hellisheiði er snjókoma og nokkur krapasnjór á vegi. Annars eru allir helstu þjóðvegir landsins færir en hálka eða hálkublettir eru víða á vegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×