Innlent

Stefna gefin út á Nýgifs

Búið er að gefa út stefnu fyrir hönd Brasilíumannanna fimm sem störfuðu hjá Nýgifs og verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku. Einnig hefur verið óskað kyrrsetningar á fjármunum Nýgifs til tryggingar kröfu Brasilíumannanna.

Höfðað verður dómsmál á næstunni til staðfestingar kröfu mannanna og til að fá kröfuna dæmda þar sem Magnús Guðmundsson, eigandi Nýgifs, mótmælir því að hann skuldi mönnunum laun. Búast má við að niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en eftir nokkra mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×