Innlent

Telur iðnaðar- og viðskiptaráðherra mæla fyrir tæknilegum viðskiptahindrunum

Varaformaður Samfylkingarinnar telur iðnaðar- og viðskiptaráðherra mæla fyrir tæknilegum viðskiptahindrunum. Í ljós hefur komið að heildarkostnaður við endurbætur á varðskipinu Ægir í Póllandi var 2 milljónum króna yfir tilboða Slippstöðvarinnar á Akureyri.

Í kjölfarið sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra mikilvægt að halda slíkum verkum í landinu. Valgerður segir að útboðsgögn megi vera á íslensku en ekki þurfi að senda þau út á enskueins og gert erenþaðvaldierfiðleikum fyrir aðra en Íslendinga að bjóða í verkin.

En eru þessi ummæli ráðherra eðlileg? Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar segir að sér finnist þau óeðlileg og vekja mikla furðu. Hann segir að ekki megi gleyma því að einn af tilgöngum EES samningsins var m.a. að stækka markaðinn og gera mönnum kleyft að bjóða í verkefni í öðrum löndum og það á að sjálfsögðu að gilda hér á landi eins og erlendis. Markmið með útboðslögunum séu að ná hagstæðasta tilboðinu, hvaðan sem það komi . En er það tæknileg viðskiptahindrun að hafa útboðsgögn eingöngu á íslensku? Ágúst segir að þegar það sé haft að markmið að hafa útboðsgögn einungis á íslensku, þá sé verið að koma í veg fyrir að erlendir aðilar komist að þessu með eðlilegum hætti að hans mati.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×