Innlent

Háseti missti fót við ökkla

Togspil fyrir troll. Háseti flæktist í spili ekki ósvipuðu þessu fyrr á árinu.
Togspil fyrir troll. Háseti flæktist í spili ekki ósvipuðu þessu fyrr á árinu.

Skipstjóri á togveiði­­báti hefur verið dæmdur í mán­að­ar­fang­elsi og svipt­ur skips­stjórn­ar­rétt­indum í þrjá mánuði vegna slyss sem varð um borð vestur af Sandgerði 10. mars sl. Fang­els­isvistin var skilorðs­bund­inn í þrjú ár.

23 ára gamall háseti hagræddi tógi sem kom út af vindu á þilfari þegar vinstri fótur hans flæktist og dróst inn í vinduna. Henni stýr­ði skip­stjór­inn úr brú skipsins og sá ekki til þegar slysið varð. Vindunni var venjulega stýrt af þilfarinu af vélstjóra og var það gert að reglu eftir slysið. Þegar vinding var stöðvuð var hásetinn fastur upp að nára í tromlu vind­unnar.

Talið er að fót­ur hans hafi lent í lykkju sem svo hafi hert að kálfa rétt fyrir neðan vinstra hné. Við þetta dróst hold af legg­num sem svo fór í sundur niður við ökla. Töluverðar skemmdir urðu einnig á mjúkvefjum sem teygðust með og þurfti síðar að fjarlægja með aðgerð líflausa og sýkta húðflipa.

Hásetinn var fluttur sár­þjáð­ur með þyrlu á sysa­deild Land­spítal­ans og hefur verið meira og minna á sjúkrahúsi síðan. Mat dómsins var að skipstjórinn hefði sýnt stórkostlegt gáleysi, en hann þarf einnig að greiða 300.000 krónur í sekt.

Dóminn kváðu upp Pétur Guð­geirs­son dóms­for­mað­ur, Jón Finn­björns­son héraðs­dóm­ari og Vil­berg Magni Óskars­son, kenn­ari við Fjöl­tækni­skóla Íslands, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×