Innlent

Svifryksmengun fimm sinnum yfir heilsuverndarmörk

MYND/Pjetur

Svifryksmengun hefur fimm sinnum farið yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík upp á síðkastið, síðast á laugardaginn. Þetta er samkvæmt mælingum við Grensás, en dæmi eru um hið sama víðar í borginni, til dæmis í Húsdýragarðinum.

Samkvæmt upplýsingum mengunarvarna umhverfissviðs Reykjavíkurborgar er uppspænt malbik, einkum vegna nagladekkja, orsök um 60 prósenta mengunarinnar og útblástur frá bílum orsök 15 prósenta hennar, þannig að 75 prósent af þessari mengun má rekja til umferðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×